Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?

Helga Sverrisdóttir

Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar. Þannig getur stjórnarandstaðan fylgst vel með verkum sitjandi ríkisstjórnar og gagnrýnt verk hennar ef þurfa þykir. Stjórnarandstaðan stendur einnig vel að vígi ef hún vinnur þingkosningar því þá eru skuggaráðherrarnir vel inni í málefnum sinna ráðuneyta og eiga auðvelt með að setjast í hina eiginlegu ráðherrastóla.

Bretland og Ástralía eru á meðal þeirra landa sem skipa skuggaráðherra úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsetri breska þingsins.

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.6.2002

Spyrjandi

Ómar R. Valdimarsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2002. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2527.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 25. júní). Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2527

Helga Sverrisdóttir. „Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2002. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2527>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?
Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar. Þannig getur stjórnarandstaðan fylgst vel með verkum sitjandi ríkisstjórnar og gagnrýnt verk hennar ef þurfa þykir. Stjórnarandstaðan stendur einnig vel að vígi ef hún vinnur þingkosningar því þá eru skuggaráðherrarnir vel inni í málefnum sinna ráðuneyta og eiga auðvelt með að setjast í hina eiginlegu ráðherrastóla.

Bretland og Ástralía eru á meðal þeirra landa sem skipa skuggaráðherra úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsetri breska þingsins....