Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?

Viðar Guðmundsson

Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.
Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum.

Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði frá sjónarhóli sígildrar eðlisfræði. En reynsla þeirra sem vinna með skammtafræði er sú að mjög erfitt sé að fjalla um skammtafræðileg kerfi út frá hugmyndum sígildrar eðlisfræði, til dæmis hugtökum eins og stað og hraða eða eind og bylgju. Í skammtafræði eru notuð hugtök og skilgreiningar sem eiga sérstaklega við skammtafræði og oft eru ekki til samsvarandi tól í sígildri eðlisfræði. Skammtafræðin er sjálfstæður hugmyndaheimur þar sem hugtök úr öðrum hugmyndaheimum eins og sígildri eðlisfræði hafa ekkert endilega neina merkingu.

Þegar við reiknum með skammtafræðinni erum við þess vegna ekkert að velta fyrir okkur hvort við séum að lýsa fyrirbærunum sem eindum eða bylgjum. Þau hugtök koma úr sígildri eðlisfræði. Þetta tvíeðli kemur aðeins upp þegar reynt er að yfirfæra hugtök og niðurstöður milli hugmyndaheimanna og fjalla um skammtakerfi með tækjum og tólum sígildrar eðlisfræði. Innan skammtafræðinnar er ekkert tvíeðli að glíma við. Reiknireglurnar eru skýrar og skammtafræðin verður hluti af daglegri reynslu manna eftir að þeir hafa notað þær í nokkurn tíma og vanist því að bera niðurstöður útreikninga og pælinga einfaldlega saman við niðurstöður tilrauna og mælinga.

Vegna þess hve aðferðir skammtafræðinnar eru ólíkar sígildri eðlisfræði tekur vissulega nokkurn tíma að venjast þeim, og nemendum þykir skammtafræðin í upphafi snúin. Þegar hún venst kemur í ljós að skammtafræðin er alls ekki erfiðari en sígilda eðlisfræðin til reikninga og margt í okkar daglega lífi skilst ekki nema með henni. Engin eðlisfræði 20. aldar er jafn mikið notuð og skammtafræðin vítt og breitt.

Skammtafræðin hefur líka reynst afar frjó kenning sem hefur leitt af sér mjög fjölbreytilegar niðurstöður í eðlisfræði nútímans og margvíslega hagnýtingu í hátækninni kringum okkur. Við getum litið á þennan mikla árangur sem eins konar umbun eða endurgjald fyrir þolinmæðina sem það kostar að tileinka sér hugmyndakerfi sem virðist svo framandi í fyrstu.Mynd: life, the universe, and the electron

Höfundur

Viðar Guðmundsson

prófessor í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.6.2002

Spyrjandi

Viktor Blær

Tilvísun

Viðar Guðmundsson. „Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2002. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2534.

Viðar Guðmundsson. (2002, 26. júní). Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2534

Viðar Guðmundsson. „Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2002. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2534>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?

Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.
Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum.

Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði frá sjónarhóli sígildrar eðlisfræði. En reynsla þeirra sem vinna með skammtafræði er sú að mjög erfitt sé að fjalla um skammtafræðileg kerfi út frá hugmyndum sígildrar eðlisfræði, til dæmis hugtökum eins og stað og hraða eða eind og bylgju. Í skammtafræði eru notuð hugtök og skilgreiningar sem eiga sérstaklega við skammtafræði og oft eru ekki til samsvarandi tól í sígildri eðlisfræði. Skammtafræðin er sjálfstæður hugmyndaheimur þar sem hugtök úr öðrum hugmyndaheimum eins og sígildri eðlisfræði hafa ekkert endilega neina merkingu.

Þegar við reiknum með skammtafræðinni erum við þess vegna ekkert að velta fyrir okkur hvort við séum að lýsa fyrirbærunum sem eindum eða bylgjum. Þau hugtök koma úr sígildri eðlisfræði. Þetta tvíeðli kemur aðeins upp þegar reynt er að yfirfæra hugtök og niðurstöður milli hugmyndaheimanna og fjalla um skammtakerfi með tækjum og tólum sígildrar eðlisfræði. Innan skammtafræðinnar er ekkert tvíeðli að glíma við. Reiknireglurnar eru skýrar og skammtafræðin verður hluti af daglegri reynslu manna eftir að þeir hafa notað þær í nokkurn tíma og vanist því að bera niðurstöður útreikninga og pælinga einfaldlega saman við niðurstöður tilrauna og mælinga.

Vegna þess hve aðferðir skammtafræðinnar eru ólíkar sígildri eðlisfræði tekur vissulega nokkurn tíma að venjast þeim, og nemendum þykir skammtafræðin í upphafi snúin. Þegar hún venst kemur í ljós að skammtafræðin er alls ekki erfiðari en sígilda eðlisfræðin til reikninga og margt í okkar daglega lífi skilst ekki nema með henni. Engin eðlisfræði 20. aldar er jafn mikið notuð og skammtafræðin vítt og breitt.

Skammtafræðin hefur líka reynst afar frjó kenning sem hefur leitt af sér mjög fjölbreytilegar niðurstöður í eðlisfræði nútímans og margvíslega hagnýtingu í hátækninni kringum okkur. Við getum litið á þennan mikla árangur sem eins konar umbun eða endurgjald fyrir þolinmæðina sem það kostar að tileinka sér hugmyndakerfi sem virðist svo framandi í fyrstu.Mynd: life, the universe, and the electron...