Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fjölga hvalir sér?

Jón Már Halldórsson

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir).

Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða. Æxlun og líffræðilegur þroski hvala er eins og hjá okkur mönnunum. Eggfruman frjóvgast í legi kvendýrsins og þar þroskast eggið í fóstur. Ferlinu lýkur síðan með fæðingu eða burði eins og það nefnist hjá hvölum. Af því að hvalir eru spendýr þá nærir kýrin kálf sinn á mjólk á fyrstu misserum kálfsins. Kálfurinn er algjörlega háður móður sinni með næringu og vernd á meðan.

Hvalir verða kynþroska á bilinu þriggja til tíu ára en það er breytilegt eftir tegund. Hvalkýr eru yfirleitt frjóar einu sinni á ári og tekur meðgangan hjá skíðishvölum yfirleitt 10 til 14 mánuði.

Menn hafa afar sjaldan orðið vitni að mökun hvala en til að karldýrið komi getnaðarlimi sínum inn í leg kýrinnar þurfa kynin að synda saman kvið við kvið svo samfarir séu mögulegar. Eins og von er eru getnaðarlimir karldýra geysistórir. Getnaðarlimir reyðarhvala eru til dæmis þeir allra stærstu sem þekkjast í dýraríkinu eða um 3 metrar á lengd.



Skíðishvalskýr með kálf.

Yfirleitt eignast hvalkýrin einn kálf í einu en mun sjaldgæfara er að þær eignist tvo kálfa í einu. Stóru skíðishvalirnir koma einum kálfi til hvals á tveggja til fjögurra ára fresti.

Æxlunarhraði stórhvalanna er ekki meiri en þetta og þeir hafa verið lengi að ná sér eftir ofveiði á fyrri hluta 20. aldar. Stærsti hvalur í heimi, steypireyðurin, var friðaður í kringum 1950 en stofninn hefur vaxið hægt og í dag er talið að í honum séu rúmlega 12 þúsund dýr.

Kvendýr höfrunga verða kynþroska á aldrinum 6 til 8 ára en karldýrin á aldrinum 8 til 12 ára. Kálfarnir fæðast afar vel þroskaðir, skynfærin eru orðin vel þroskuð og kálfurinn getur strax synt með móður sinni. Hjá höfrungum tekur meðgangan um 12 mánuði og skýrir lengd hennar það hversu bráðþroska kálfarnir eru við burð. Ólíkt ungviði landspendýra sem getur falið sig í landslaginu getur lítill og umkomulaus kálfur ekki falið sig í hafinu nema hjá móður sinni og öðrum dýrum í hópnum. Þetta gæti skýrt hversu hæfir kálfarnir eru til þess að bjarga sér þegar þeir eru nýfæddir.

Sjá einnig

Myndin er tekin af vefsetrinu www.aloha.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.6.2002

Spyrjandi

Haukur Guðmundsson,
Sara Harðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga hvalir sér?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2002, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2538.

Jón Már Halldórsson. (2002, 27. júní). Hvernig fjölga hvalir sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2538

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga hvalir sér?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2002. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2538>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga hvalir sér?
Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir).

Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða. Æxlun og líffræðilegur þroski hvala er eins og hjá okkur mönnunum. Eggfruman frjóvgast í legi kvendýrsins og þar þroskast eggið í fóstur. Ferlinu lýkur síðan með fæðingu eða burði eins og það nefnist hjá hvölum. Af því að hvalir eru spendýr þá nærir kýrin kálf sinn á mjólk á fyrstu misserum kálfsins. Kálfurinn er algjörlega háður móður sinni með næringu og vernd á meðan.

Hvalir verða kynþroska á bilinu þriggja til tíu ára en það er breytilegt eftir tegund. Hvalkýr eru yfirleitt frjóar einu sinni á ári og tekur meðgangan hjá skíðishvölum yfirleitt 10 til 14 mánuði.

Menn hafa afar sjaldan orðið vitni að mökun hvala en til að karldýrið komi getnaðarlimi sínum inn í leg kýrinnar þurfa kynin að synda saman kvið við kvið svo samfarir séu mögulegar. Eins og von er eru getnaðarlimir karldýra geysistórir. Getnaðarlimir reyðarhvala eru til dæmis þeir allra stærstu sem þekkjast í dýraríkinu eða um 3 metrar á lengd.



Skíðishvalskýr með kálf.

Yfirleitt eignast hvalkýrin einn kálf í einu en mun sjaldgæfara er að þær eignist tvo kálfa í einu. Stóru skíðishvalirnir koma einum kálfi til hvals á tveggja til fjögurra ára fresti.

Æxlunarhraði stórhvalanna er ekki meiri en þetta og þeir hafa verið lengi að ná sér eftir ofveiði á fyrri hluta 20. aldar. Stærsti hvalur í heimi, steypireyðurin, var friðaður í kringum 1950 en stofninn hefur vaxið hægt og í dag er talið að í honum séu rúmlega 12 þúsund dýr.

Kvendýr höfrunga verða kynþroska á aldrinum 6 til 8 ára en karldýrin á aldrinum 8 til 12 ára. Kálfarnir fæðast afar vel þroskaðir, skynfærin eru orðin vel þroskuð og kálfurinn getur strax synt með móður sinni. Hjá höfrungum tekur meðgangan um 12 mánuði og skýrir lengd hennar það hversu bráðþroska kálfarnir eru við burð. Ólíkt ungviði landspendýra sem getur falið sig í landslaginu getur lítill og umkomulaus kálfur ekki falið sig í hafinu nema hjá móður sinni og öðrum dýrum í hópnum. Þetta gæti skýrt hversu hæfir kálfarnir eru til þess að bjarga sér þegar þeir eru nýfæddir.

Sjá einnig

Myndin er tekin af vefsetrinu www.aloha.com

...