Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?

Jón Már Halldórsson

Bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni er kallaður vestræni bjartmáfurinn á íslensku. Önnur deilitegund bjartmáfsins er Larus glaucoides glaucoides og nefnist hann á íslensku austræni bjartmáfurinn. Á ensku er vestræni bjartmáfurinn nefndur Kulmien´s Iceland gull en sá austræni True Iceland gull.

Vestræni bjartmáfurinn verpir í Kanada til dæmis í Quebec fylki og á suðurhluta Baffinslandi og nokkrum öðrum kanadískum heimskautaeyjum. Austræni bjartmáfurinn verpir á suðurhluta Grænlands.

Bjartmáfar af vestrænu deilitegundinni eru reglulegir vetrargestir á Íslandi og sjást hér á hverju ári. Á vorin halda þeir síðan til varpstaða sinna. Fuglaáhugamenn hafa skráð flækings- og vetrarfuglategundir sem sést hafa á Íslandi samviskusamlega niður. Nefnd sem kallast flækingsfuglanefnd heldur utan um skráninguna. Í skrám flækingsfuglanefndar má sjá að bjartmáfurinn kemur snemma á veturna yfirleitt í nóvember og hverfur síðan af landi brott í mars og apríl. Aðrir vetrardvalastaðir bjartmáfsins eru Bretlandseyjar, meginland Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna allt suður til New Jersey.Fullorðinn vestrænn bjartmáfur (Larus glaucoides kumlieni).

Heimildir og frekari fróðleikur um bjartmáfa

Nova Scotia Museum

Náttúrufræðistofnun Íslands

Vefsetrið fuglar.is

Myndin er fengin af vefsetrinu

Clara.net

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.6.2002

Spyrjandi

Trausti Sæmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2002, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2542.

Jón Már Halldórsson. (2002, 28. júní). Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2542

Jón Már Halldórsson. „Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2002. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2542>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni á íslensku? Hversu oft kemur fuglinn hingað?
Bjartmáfsdeilitegundin Larus glaucoides kumlieni er kallaður vestræni bjartmáfurinn á íslensku. Önnur deilitegund bjartmáfsins er Larus glaucoides glaucoides og nefnist hann á íslensku austræni bjartmáfurinn. Á ensku er vestræni bjartmáfurinn nefndur Kulmien´s Iceland gull en sá austræni True Iceland gull.

Vestræni bjartmáfurinn verpir í Kanada til dæmis í Quebec fylki og á suðurhluta Baffinslandi og nokkrum öðrum kanadískum heimskautaeyjum. Austræni bjartmáfurinn verpir á suðurhluta Grænlands.

Bjartmáfar af vestrænu deilitegundinni eru reglulegir vetrargestir á Íslandi og sjást hér á hverju ári. Á vorin halda þeir síðan til varpstaða sinna. Fuglaáhugamenn hafa skráð flækings- og vetrarfuglategundir sem sést hafa á Íslandi samviskusamlega niður. Nefnd sem kallast flækingsfuglanefnd heldur utan um skráninguna. Í skrám flækingsfuglanefndar má sjá að bjartmáfurinn kemur snemma á veturna yfirleitt í nóvember og hverfur síðan af landi brott í mars og apríl. Aðrir vetrardvalastaðir bjartmáfsins eru Bretlandseyjar, meginland Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna allt suður til New Jersey.Fullorðinn vestrænn bjartmáfur (Larus glaucoides kumlieni).

Heimildir og frekari fróðleikur um bjartmáfa

Nova Scotia Museum

Náttúrufræðistofnun Íslands

Vefsetrið fuglar.is

Myndin er fengin af vefsetrinu

Clara.net...