Sólin Sólin Rís 10:48 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 15:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:30 • Síðdegis: 16:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:01 í Reykjavík

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftur.

En þótt ótrúlegt megi virðast eru enn að uppgötvast spendýrategundir sem vísindamenn hafa aldrei fyrr litið augum, þótt þær hafi vitaskuld verið kunnar því fólki sem býr á viðkomandi svæðum.

Þegar vísindamenn finna nýja tegund, líður venjulega nokkur tími þar til uppgötvunin er gerð opinber. Það stafar af því að menn vilja ganga úr skugga um að raunverulega sé um nýja, áður óþekkta tegund, að ræða.

Nýjasta opinbera tilkynningin um áður óþekkta tegund greinir frá nagdýri sem fannst fyrir tveim árum í Andesfjöllum, nánar tiltekið í Vilcabamba-fjöllum nálægt hinni fornu Inkaborg Macchu Picchu í Perú. Dr. Louise Emmons frá Smithsonian stofnuninni fann dýrið. Um var að ræða nokkuð stórt nagdýr, á stærð við heimiliskött. Dýrið er af áður óþekktri ættkvísl og hafði hreysiköttur orðið því að aldurtila en sleppt bráðinni þegar Dr. Emmons nálgaðist hann.

Dýrið, sem er aðlagað lífi í trjám, hefur verið nefnt Cuscomys ashaninka. Inkarnir í Macchu Picchu höfðu náskylda tegund, en heldur stærri, sem gæludýr. Hauskúpur af þeirri tegund hafa fundist í grafhýsum í rústunum og er líklegt að þau hafi verið jarðsett með eigendum sínum. Talið var að sú tegund væri útdauð en nú hefur vaknað von um að hún leynist í skógunum á þessu svæði, þar sem fjölbreytileiki lífríkisins hefur lítt verið rannsakaður enn þá.

Dr. Emmons stóð fyrir tveim leiðöngrum á svæðið árin 1997 og 1998. Auk Cuscomys ashaninka fundust tvær músategundir, sem hugsanlega hefur ekki verið lýst áður, þótt ættkvíslin sé þekkt. Mýs eru hins vegar sérlega erfiðar viðfangs vegna þess að útlit mismunandi tegunda getur verið mjög svipað, auk þess sem litningafjöldi getur verið misjafn milli einstaklinga sömu tegundar. Þess vegna er ekki enn búið að úrskurða hvort um sé að ræða "nýjar" tegundir.

Annað svæði, þar sem tegundafjölbreytni hefur lítt verið rannsökuð, er Suðaustur-Asía. Mikið starf er nú í gangi í Víetnam og Laos. Kambódía er að opnast en Burma er enn nánast alveg lokuð dýrafræðingum. Fyrir stuttu uppgötvaðist ný tegund af kanínu á markaði í Laos þar sem hún var til sölu vegna kjötsins. Hún er mógrá með dökkar rendur á baki og höfði en rauðar lendar. Eyru eru stutt af kanínu að vera. Hún er náskyld og nauðalík kanínutegund á Súmötru en rannsóknir sýna að sameiginlegur forfaðir tegundanna tveggja var uppi fyrir um það bil 8 milljónum ára. Súmötrukanínan hafði sést aðeins einu sinni síðan árið 1916 en náðist á mynd með sjálfvirkri myndavél fyrir stuttu. Hún er því ekki útdauð eins og sumir voru farnir að óttast.

Þá má geta þess að fyrir örfáum árum uppgötvaðist "ný" tegund lítils hjartardýrs sem lifir í þéttum skógum í norðurhluta Burma og í Laos fannst "ný" tegund skógarsvíns og antílóputegund.

Ljóst má vera að smám saman fækkar stórum spendýrum sem vísindamenn lýsa í fyrsta sinn en það er líka nokkuð öruggt að enn er eftir að uppgötva margar tegundir lítilla spendýra, það er að segja dýra á stærð við mýs.

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

19.3.2000

Spyrjandi

Baldvin Mar Smárason, f. 1983

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2000. Sótt 2. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=255.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 19. mars). Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=255

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2000. Vefsíða. 2. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=255>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?
Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftur.

En þótt ótrúlegt megi virðast eru enn að uppgötvast spendýrategundir sem vísindamenn hafa aldrei fyrr litið augum, þótt þær hafi vitaskuld verið kunnar því fólki sem býr á viðkomandi svæðum.

Þegar vísindamenn finna nýja tegund, líður venjulega nokkur tími þar til uppgötvunin er gerð opinber. Það stafar af því að menn vilja ganga úr skugga um að raunverulega sé um nýja, áður óþekkta tegund, að ræða.

Nýjasta opinbera tilkynningin um áður óþekkta tegund greinir frá nagdýri sem fannst fyrir tveim árum í Andesfjöllum, nánar tiltekið í Vilcabamba-fjöllum nálægt hinni fornu Inkaborg Macchu Picchu í Perú. Dr. Louise Emmons frá Smithsonian stofnuninni fann dýrið. Um var að ræða nokkuð stórt nagdýr, á stærð við heimiliskött. Dýrið er af áður óþekktri ættkvísl og hafði hreysiköttur orðið því að aldurtila en sleppt bráðinni þegar Dr. Emmons nálgaðist hann.

Dýrið, sem er aðlagað lífi í trjám, hefur verið nefnt Cuscomys ashaninka. Inkarnir í Macchu Picchu höfðu náskylda tegund, en heldur stærri, sem gæludýr. Hauskúpur af þeirri tegund hafa fundist í grafhýsum í rústunum og er líklegt að þau hafi verið jarðsett með eigendum sínum. Talið var að sú tegund væri útdauð en nú hefur vaknað von um að hún leynist í skógunum á þessu svæði, þar sem fjölbreytileiki lífríkisins hefur lítt verið rannsakaður enn þá.

Dr. Emmons stóð fyrir tveim leiðöngrum á svæðið árin 1997 og 1998. Auk Cuscomys ashaninka fundust tvær músategundir, sem hugsanlega hefur ekki verið lýst áður, þótt ættkvíslin sé þekkt. Mýs eru hins vegar sérlega erfiðar viðfangs vegna þess að útlit mismunandi tegunda getur verið mjög svipað, auk þess sem litningafjöldi getur verið misjafn milli einstaklinga sömu tegundar. Þess vegna er ekki enn búið að úrskurða hvort um sé að ræða "nýjar" tegundir.

Annað svæði, þar sem tegundafjölbreytni hefur lítt verið rannsökuð, er Suðaustur-Asía. Mikið starf er nú í gangi í Víetnam og Laos. Kambódía er að opnast en Burma er enn nánast alveg lokuð dýrafræðingum. Fyrir stuttu uppgötvaðist ný tegund af kanínu á markaði í Laos þar sem hún var til sölu vegna kjötsins. Hún er mógrá með dökkar rendur á baki og höfði en rauðar lendar. Eyru eru stutt af kanínu að vera. Hún er náskyld og nauðalík kanínutegund á Súmötru en rannsóknir sýna að sameiginlegur forfaðir tegundanna tveggja var uppi fyrir um það bil 8 milljónum ára. Súmötrukanínan hafði sést aðeins einu sinni síðan árið 1916 en náðist á mynd með sjálfvirkri myndavél fyrir stuttu. Hún er því ekki útdauð eins og sumir voru farnir að óttast.

Þá má geta þess að fyrir örfáum árum uppgötvaðist "ný" tegund lítils hjartardýrs sem lifir í þéttum skógum í norðurhluta Burma og í Laos fannst "ný" tegund skógarsvíns og antílóputegund.

Ljóst má vera að smám saman fækkar stórum spendýrum sem vísindamenn lýsa í fyrsta sinn en það er líka nokkuð öruggt að enn er eftir að uppgötva margar tegundir lítilla spendýra, það er að segja dýra á stærð við mýs....