Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?

Curtis Snook

Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal annars valdið öndunarstoppi sem leitt hefur til dauða.

GHB er einungis framleitt á löglegan hátt í Frakklandi („Gamma-OH“) og Þýskalandi („Somsanit“) en það er einnig framleitt ólöglega sem vímuefni. GHB hefur verið ólöglega selt undir ýmsum nöfnum svo sem: 4-Hydroxybutyrate, Gamma Hydrate, Gamma Hydroxybutric Acid, Gamma Hydroxybutyrate Sodium, Gamma-OH, Oxybutyrate, Sodium Oxybate og Somatomax PM.

Gælunöfn fyrir GHB hjá almenningi eru til dæmis: Alcover, Cherry menth, Easy lay, Everclear, Fantasy, G, GBH, GHB, Georgia home boy, Great hormones at bedtime, Grievous bodily harm, G-riffick, Jolt, Lemons, Liquid E, Liquid Ecstasy, Liquid X, Organic Quaalude, Scoop, Soap, Salty water, Water og Zonked. Efnið hefur einnig verið nefnt Rapedrug þar sem nauðgarar hafa sett það í vínglös hjá fórnarlömbum sínum.

GHB er notað til þess að komast í vímu en eftir á man einstaklingurinn lítið eða ekkert eftir því sem gerðist á meðan á víman varði. Önnur algeng áhrif af notkun GHB eru skert meðvitund, svimi, slappleiki, ógleði og uppköst. Það hægir einnig á öndun og púls. Stærri skammtur getur meðal annars valdið skjálfta, höfuðverk, mæði og öndunarstoppi.

Lesa má um smjörsýru og önnur vímuefni á doktor.is.

Höfundur

klínískur eiturefnafræðingur við Landspítala - Háskólasjúkrahús

Útgáfudagur

1.7.2002

Spyrjandi

Ólafur Ólafsson
Ingi Jensson

Tilvísun

Curtis Snook. „Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2550.

Curtis Snook. (2002, 1. júlí). Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2550

Curtis Snook. „Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2550>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?
Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal annars valdið öndunarstoppi sem leitt hefur til dauða.

GHB er einungis framleitt á löglegan hátt í Frakklandi („Gamma-OH“) og Þýskalandi („Somsanit“) en það er einnig framleitt ólöglega sem vímuefni. GHB hefur verið ólöglega selt undir ýmsum nöfnum svo sem: 4-Hydroxybutyrate, Gamma Hydrate, Gamma Hydroxybutric Acid, Gamma Hydroxybutyrate Sodium, Gamma-OH, Oxybutyrate, Sodium Oxybate og Somatomax PM.

Gælunöfn fyrir GHB hjá almenningi eru til dæmis: Alcover, Cherry menth, Easy lay, Everclear, Fantasy, G, GBH, GHB, Georgia home boy, Great hormones at bedtime, Grievous bodily harm, G-riffick, Jolt, Lemons, Liquid E, Liquid Ecstasy, Liquid X, Organic Quaalude, Scoop, Soap, Salty water, Water og Zonked. Efnið hefur einnig verið nefnt Rapedrug þar sem nauðgarar hafa sett það í vínglös hjá fórnarlömbum sínum.

GHB er notað til þess að komast í vímu en eftir á man einstaklingurinn lítið eða ekkert eftir því sem gerðist á meðan á víman varði. Önnur algeng áhrif af notkun GHB eru skert meðvitund, svimi, slappleiki, ógleði og uppköst. Það hægir einnig á öndun og púls. Stærri skammtur getur meðal annars valdið skjálfta, höfuðverk, mæði og öndunarstoppi.

Lesa má um smjörsýru og önnur vímuefni á doktor.is....