Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?

Hörður Kristinsson (1937-2023)

Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinavíu, Færeyjum, Grænlandi eða Kanada. Nokkrum sinnum hafa tegundir fyrst fundist á Íslandi og verið frumlýst eftir eintökum héðan, en í öllum tilfellum hefur fljótlega komið í ljós, að þær eru einnig til í öðrum löndum. Nærtækasta dæmið er tungljurtartegundin „Botrychium islandicum“ sem er nýfundin á Íslandi. Ekki var vitað um hana annars staðar í byrjun, en við ítarlegar rannsóknir kom í ljós að hún virðist sú sama og eitt amerískt afbrigði dvergtungljurtar sem nefnt hefur verið Botrychium simplex var. tenebrosum („var.“ stendur fyrir latneska orðið varietas sem þýðir afbrigði), sjá mynd til hægri.

Ef við hins vegar skilgreinum tegundarhugtakið mjög þröngt, eða lítum á afbrigði tegunda, þá eru til slík afbrigði plantna sem aðeins finnast á Íslandi. Skýringin er væntanlega sú, að flóra Íslands er ekki nægilega gömul til þess að hér hafi náð að þróast sjálfstæðar tegundir. Hins vegar hafa náð að myndast hér afbrigði frábrugðin því sem annars staðar gerist, til dæmis meðal undafífla. Undafíflar fjölga sér við geldæxlun, en hafa misst hæfileika til blöndunar erfðavísa við kynæxlun. Þeir breyta sér tiltölulega fljótt miðað við aðrar tegundir og breytingarnar sem fram koma eru einangraðar þar sem engin kynblöndun á sér stað. Þannig myndast afbrigði sem erfast áfram óbreytt til afkomenda og blandast ekki öðrum afbrigðum vegna geldæxlunar, og hegða sér því að flestu leyti sem sjálfstæðar tegundir. Annað dæmi er afbrigði burknans skollakambs, tunguskollakambur (Blechnum spicant var. fallax, sjá mynd til vinstri), sem hér vex eingöngu við jarðhita. Ekki er vitað til þess að þetta afbrigði skollakambs sé til annars staðar en á Íslandi.

Ef við horfum til slíkra afbrigða, má svara spurningunni á þann veg, að á Íslandi finnast afbrigði plantna sem ekki finnast annars staðar. Sumir hafa gengið svo langt að vilja telja slík afbrigði sjálfstæðar tegundir. Þeir sem það gera skilgreina tegundarhugtakið þrengra en almennt gerist og ef gengið er út frá þeirri forsendu má svara spurningunni játandi.

Forsenda þess að hægt sé að svara spurningunni afdráttarlaust með jái eða neii er því að vita hvað felst í orðinu jurt, hvort þar er átt við tegund í venjulegri merkingu, eða afbrigði tegundar.

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson (1937-2023)

sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Útgáfudagur

4.7.2002

Spyrjandi

Einar Gunnarsson

Tilvísun

Hörður Kristinsson (1937-2023). „Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2561.

Hörður Kristinsson (1937-2023). (2002, 4. júlí). Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2561

Hörður Kristinsson (1937-2023). „Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2561>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til jurt í íslenskri flóru sem ekki vex villt annars staðar á jörðinni?
Ef við göngum út frá því að orðið jurt vísi hér til plöntutegundar í venjulegri merkingu þess orðs, þar sem tegundarhugtakið er notað í nokkuð víðri merkingu, er svarið við spurningunni nei. Allar íslenskar tegundir plantna eru til í öðrum löndum en Íslandi, einkum þó í norðlægum nágrannalöndum eins og Skandinavíu, Færeyjum, Grænlandi eða Kanada. Nokkrum sinnum hafa tegundir fyrst fundist á Íslandi og verið frumlýst eftir eintökum héðan, en í öllum tilfellum hefur fljótlega komið í ljós, að þær eru einnig til í öðrum löndum. Nærtækasta dæmið er tungljurtartegundin „Botrychium islandicum“ sem er nýfundin á Íslandi. Ekki var vitað um hana annars staðar í byrjun, en við ítarlegar rannsóknir kom í ljós að hún virðist sú sama og eitt amerískt afbrigði dvergtungljurtar sem nefnt hefur verið Botrychium simplex var. tenebrosum („var.“ stendur fyrir latneska orðið varietas sem þýðir afbrigði), sjá mynd til hægri.

Ef við hins vegar skilgreinum tegundarhugtakið mjög þröngt, eða lítum á afbrigði tegunda, þá eru til slík afbrigði plantna sem aðeins finnast á Íslandi. Skýringin er væntanlega sú, að flóra Íslands er ekki nægilega gömul til þess að hér hafi náð að þróast sjálfstæðar tegundir. Hins vegar hafa náð að myndast hér afbrigði frábrugðin því sem annars staðar gerist, til dæmis meðal undafífla. Undafíflar fjölga sér við geldæxlun, en hafa misst hæfileika til blöndunar erfðavísa við kynæxlun. Þeir breyta sér tiltölulega fljótt miðað við aðrar tegundir og breytingarnar sem fram koma eru einangraðar þar sem engin kynblöndun á sér stað. Þannig myndast afbrigði sem erfast áfram óbreytt til afkomenda og blandast ekki öðrum afbrigðum vegna geldæxlunar, og hegða sér því að flestu leyti sem sjálfstæðar tegundir. Annað dæmi er afbrigði burknans skollakambs, tunguskollakambur (Blechnum spicant var. fallax, sjá mynd til vinstri), sem hér vex eingöngu við jarðhita. Ekki er vitað til þess að þetta afbrigði skollakambs sé til annars staðar en á Íslandi.

Ef við horfum til slíkra afbrigða, má svara spurningunni á þann veg, að á Íslandi finnast afbrigði plantna sem ekki finnast annars staðar. Sumir hafa gengið svo langt að vilja telja slík afbrigði sjálfstæðar tegundir. Þeir sem það gera skilgreina tegundarhugtakið þrengra en almennt gerist og ef gengið er út frá þeirri forsendu má svara spurningunni játandi.

Forsenda þess að hægt sé að svara spurningunni afdráttarlaust með jái eða neii er því að vita hvað felst í orðinu jurt, hvort þar er átt við tegund í venjulegri merkingu, eða afbrigði tegundar.

Myndir

...