Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?

Jón Már Halldórsson

Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið.

Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sáttir um uppruna Chihuahua-hundana og sumir telja að þeir hafi borist til Mið-Ameríku með landkönnuðum frá Kína eða Spáni. Sennilega hafa þó þeir þó rétt fyrir sér sem telja að Chihuahua-hundarnir séu skyldir Techichi-hundum því Toltekarnir voru duglegir við það að mála á kletta og bendir mynd af hundi frá 9. öld eindregið til þess að Chihuahua-hundar séu komnir af Techichi-hundum.

Chihuahua-hundar eru litlir og vega vanalega frá hálfu kílói til tæplega þriggja kílóa. Þeir verða líkt og aðrir hundar um 12 til 16 ára gamlir. Vegna þess hversu litlir og veikburða þeir eru er ekki mælt með því að hundarnir séu á heimilum þar sem eru lítil börn sem geta óvart verið heldur harðhent við þá. Hundarnir henta hins vegar mjög vel sem gæludýr fyrir eldra fólk enda eru þeir ákaflega félagslyndir og auðveldir í þjálfun.

Chihuahua-hundar eru eins litlir og raun ber vitni vegna þess að það er markvisst búið að rækta þá með það að markmiði að búa til lítinn sætan hund sem hefur hið ómótstæðilega hvolpaútlit sem fólk fellur svo gjarnan fyrir. Því má segja að eins og ýmis afbrigði sleðahunda þar sem ræktunin miðast að því að efla styrk og þol eru Chihuahua-hundar markvisst ræktaðir sem dekurhundakyn.

Þess ber að geta að allra minnsti hundur í heimi er ekki af chihuahua-kyni! Tíkin Whitney, af Yorkshire terrier-kyni, er ekki nema 750 g að þyngd, 7,3 cm yfir herðakamb og 24 cm frá nefi að skottenda, eins og fram kemur á vefsetrinu hvuttar.net. Á vefsetri Heimsmetabókar Guinness er stysti hundur heims sagður vera Tiny Pinocchio, líka af Yorkshire terrier-kyni. Hann er aðeins 20,3 cm á lengd en nær þó 12 cm yfir herðakamb og vegur um hálft kg. Áðurnefnt vefsetur, hvuttar.net, segir svo frá minnsta hundi í sögunni. Hann var af sama kyni og Whitney og Tiny Pinocchio, Yorkshire terrier. Dvergvöxtur virðist því algengur hjá þessu hundakyni. Sá stutti mældist fullvaxinn aðeins 6,35 cm á hæð, 9,53 cm á lengd og vó 113,4 g. Sannarlega dvergur meðal hunda.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.7.2002

Spyrjandi

Aþena Björg Ásgeirsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2564.

Jón Már Halldórsson. (2002, 4. júlí). Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2564

Jón Már Halldórsson. „Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2564>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?
Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið.

Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sáttir um uppruna Chihuahua-hundana og sumir telja að þeir hafi borist til Mið-Ameríku með landkönnuðum frá Kína eða Spáni. Sennilega hafa þó þeir þó rétt fyrir sér sem telja að Chihuahua-hundarnir séu skyldir Techichi-hundum því Toltekarnir voru duglegir við það að mála á kletta og bendir mynd af hundi frá 9. öld eindregið til þess að Chihuahua-hundar séu komnir af Techichi-hundum.

Chihuahua-hundar eru litlir og vega vanalega frá hálfu kílói til tæplega þriggja kílóa. Þeir verða líkt og aðrir hundar um 12 til 16 ára gamlir. Vegna þess hversu litlir og veikburða þeir eru er ekki mælt með því að hundarnir séu á heimilum þar sem eru lítil börn sem geta óvart verið heldur harðhent við þá. Hundarnir henta hins vegar mjög vel sem gæludýr fyrir eldra fólk enda eru þeir ákaflega félagslyndir og auðveldir í þjálfun.

Chihuahua-hundar eru eins litlir og raun ber vitni vegna þess að það er markvisst búið að rækta þá með það að markmiði að búa til lítinn sætan hund sem hefur hið ómótstæðilega hvolpaútlit sem fólk fellur svo gjarnan fyrir. Því má segja að eins og ýmis afbrigði sleðahunda þar sem ræktunin miðast að því að efla styrk og þol eru Chihuahua-hundar markvisst ræktaðir sem dekurhundakyn.

Þess ber að geta að allra minnsti hundur í heimi er ekki af chihuahua-kyni! Tíkin Whitney, af Yorkshire terrier-kyni, er ekki nema 750 g að þyngd, 7,3 cm yfir herðakamb og 24 cm frá nefi að skottenda, eins og fram kemur á vefsetrinu hvuttar.net. Á vefsetri Heimsmetabókar Guinness er stysti hundur heims sagður vera Tiny Pinocchio, líka af Yorkshire terrier-kyni. Hann er aðeins 20,3 cm á lengd en nær þó 12 cm yfir herðakamb og vegur um hálft kg. Áðurnefnt vefsetur, hvuttar.net, segir svo frá minnsta hundi í sögunni. Hann var af sama kyni og Whitney og Tiny Pinocchio, Yorkshire terrier. Dvergvöxtur virðist því algengur hjá þessu hundakyni. Sá stutti mældist fullvaxinn aðeins 6,35 cm á hæð, 9,53 cm á lengd og vó 113,4 g. Sannarlega dvergur meðal hunda.

Heimildir og myndir: