Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?

Síðari samsetningarliður lýsingarorðsins bráðger, það er -ger, er leiddur af stofni sagnarinnar að gera og er algengur í myndun lýsingarorða, til dæmis hálfger, grófger, dæmiger, alger, fullger, stórger, smáger og fleiri.

Yfirleitt eru til hliðarmyndir með síðari liðnum -gerður (lýsingarhætti þátíðar) af lýsingarorðum sem mynduð eru með -ger, til dæmis bráðgerður, hálfgerður, grófgerður og svo framvegis.

Algengasta merking orðsins bráðger er 'bráðþroska' en orðið merkir einnig 'fljótger', það sem fljótlegt er að gera, og 'bráðlyndur'.

Vissulega er hægt að nota bráðþroska í stað bráðger en bráðgefinn hefur ekki verið notað í þessari merkingu svo að mér sé kunnugt. Vel/illa gefinn er hins vegar algengt.

Útgáfudagur

4.7.2002

Spyrjandi

Lísa Óskarsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2002. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2565.

Guðrún Kvaran. (2002, 4. júlí). Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2565

Guðrún Kvaran. „Varðandi orðin: "bráðger börn": Hvað þýðir -ger í þessu nýyrði? Af hverju ekki bráðgefin, bráðþroska eða eitthvað álíka?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2002. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2565>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.