Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?

Sævar Helgi Bragason

Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Eru vötn á tunglinu? segir meðal annars:
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum. Inn á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska ‘mare’ í eintölu, ‘maria’ í fleirtölu). Þessi nafngift á rætur að rekja til sautjándu aldar, þegar stjarnvísindamenn töldu að þarna væri um að ræða höf sem líktust höfum jarðar. Nú er vitað að efnið í höfunum er ekki vatn heldur miklar hraunbreiður.
Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Hálendissvæðin þekja mun meira af yfirborðinu og eru alsett gígum. Mestur hluti yfirborðsins alls er þakið yfirborðsþekju, blöndu af fínu ryki og bergleifum sem myndast hafa við árekstra geimgrýtis. Gígarnir eru flestir ævafornir, ef til vill frá árdögum sólkerfisins, en inn á milli eru yngri gígar. Stór hluti yfirborðs tunglsins hefur því ekki tekið neinum stórvægilegum breyting frá myndun þess.

Flestir gíganna á nærhlið tunglsins eru nefndir eftir frægum vísindamönnum eins og til dæmis gígarnir Tycho (danskur stjörnufræðingur), Kóperníkus (pólskur stjörnufræðingur og munkur) og Tsiolkovskiy (sovéskur eldflaugaverkfræðingur). Kennileiti á fjærhliðinni hafa nútímalegri heiti eins og Gagarín (fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn) og Kórólev (sovéskur eldflaugaverkfræðingur). Á fjærhlið tunglsins eru sovésku heitin ríkjandi því að fyrstu myndirnar af fjærhliðinni tók sovéska geimfarið Luna 3 árið 1959.

Það er ef til vill erfitt að lýsa yfirborði tunglsins í fáum orðum. Vafalaust er best að skoða myndir sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins í tunglferðunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Hægt er að finna frábærar myndir á mörgum vefsíðum á veraldarvefnum og vísað er til hér að neðan.

Mikið hefur verið ritað um tunglið á Vísindavefnum og hægt er að nálgast þau svör með því að slá orðið inn í leitarvélina okkar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

5.7.2002

Spyrjandi

Bryndís Petersen

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2568.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 5. júlí). Hvernig lítur yfirborð tunglsins út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2568

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lítur yfirborð tunglsins út?
Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Eru vötn á tunglinu? segir meðal annars:

Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum. Inn á milli þeirra eru yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (enska ‘mare’ í eintölu, ‘maria’ í fleirtölu). Þessi nafngift á rætur að rekja til sautjándu aldar, þegar stjarnvísindamenn töldu að þarna væri um að ræða höf sem líktust höfum jarðar. Nú er vitað að efnið í höfunum er ekki vatn heldur miklar hraunbreiður.
Tunglhöfin þekja um 16% af yfirborði tunglsins. Hálendissvæðin þekja mun meira af yfirborðinu og eru alsett gígum. Mestur hluti yfirborðsins alls er þakið yfirborðsþekju, blöndu af fínu ryki og bergleifum sem myndast hafa við árekstra geimgrýtis. Gígarnir eru flestir ævafornir, ef til vill frá árdögum sólkerfisins, en inn á milli eru yngri gígar. Stór hluti yfirborðs tunglsins hefur því ekki tekið neinum stórvægilegum breyting frá myndun þess.

Flestir gíganna á nærhlið tunglsins eru nefndir eftir frægum vísindamönnum eins og til dæmis gígarnir Tycho (danskur stjörnufræðingur), Kóperníkus (pólskur stjörnufræðingur og munkur) og Tsiolkovskiy (sovéskur eldflaugaverkfræðingur). Kennileiti á fjærhliðinni hafa nútímalegri heiti eins og Gagarín (fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn) og Kórólev (sovéskur eldflaugaverkfræðingur). Á fjærhlið tunglsins eru sovésku heitin ríkjandi því að fyrstu myndirnar af fjærhliðinni tók sovéska geimfarið Luna 3 árið 1959.

Það er ef til vill erfitt að lýsa yfirborði tunglsins í fáum orðum. Vafalaust er best að skoða myndir sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins í tunglferðunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Hægt er að finna frábærar myndir á mörgum vefsíðum á veraldarvefnum og vísað er til hér að neðan.

Mikið hefur verið ritað um tunglið á Vísindavefnum og hægt er að nálgast þau svör með því að slá orðið inn í leitarvélina okkar.

Heimildir og myndir:...