Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins "mella"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’.

Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt; kartöflumóðir, flagmeri (fyrsta torfa úr flagi)’. Uppruni er óviss. Enn ein merking er ‘sprunga í jörð’.Hún er ung í málinu og ef til vill tengd merkingunni ‘flagmeri’.

Algengasta merking orðsins mella í nútímamáli er ‘lauslát kona, skækja’. Í eldra máli var það einnig notað um tröllkonu. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:614). Hann getur sér þess til að orðið sé hugsanlega tengt sögninni að malla ‘sjóða hægt, sulla; bralla; silast’. Vafasamari telur hann tengsl við nýnorska orðið molle ‘feit kona, kýr eða kind’ og mulle ‘gildvaxin og feitlagin kona’ en þó ekki ólíkleg ef upphafleg merking væri til dæmis ‘lin, mjúkholda, mild’ og ætti við konu. En eftir sem áður er uppruninn óviss.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.11.2008

Spyrjandi

Ari Hlynur Guðmundsson, Valdís Eiríksdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins "mella"?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2008, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25778.

Guðrún Kvaran. (2008, 18. nóvember). Hver er uppruni orðsins "mella"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25778

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins "mella"?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2008. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25778>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins "mella"?
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’.

Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt; kartöflumóðir, flagmeri (fyrsta torfa úr flagi)’. Uppruni er óviss. Enn ein merking er ‘sprunga í jörð’.Hún er ung í málinu og ef til vill tengd merkingunni ‘flagmeri’.

Algengasta merking orðsins mella í nútímamáli er ‘lauslát kona, skækja’. Í eldra máli var það einnig notað um tröllkonu. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:614). Hann getur sér þess til að orðið sé hugsanlega tengt sögninni að malla ‘sjóða hægt, sulla; bralla; silast’. Vafasamari telur hann tengsl við nýnorska orðið molle ‘feit kona, kýr eða kind’ og mulle ‘gildvaxin og feitlagin kona’ en þó ekki ólíkleg ef upphafleg merking væri til dæmis ‘lin, mjúkholda, mild’ og ætti við konu. En eftir sem áður er uppruninn óviss.

Mynd:

...