Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Jón Már Halldórsson

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurnar í árdaga.

Ekki er ljóst hvenær ljón komu fyrst fram í þróunarsögunni en leifar ljóna hafa fundist í jarðlögum sem eru allt að 3,5 milljón ára gömul. Þess má geta að samkvæmt núverandi þekkingu komu tígrisdýr fram fyrir um 1,5 milljón ára, líklega af ljónum enda er ljónið náskylt tígrisdýrinu. Margt er þó enn á huldu varðandi þróunarsögu ljónsins og eflaust eiga nýjar athuganir á steingervingasögu stórkattar-ættkvíslarinnar Panthera eftir að bylta hugmyndum okkar um uppruna hennar.

Í dag finnast ljón aðallega í Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar en síðustu asísku ljónin (Panthera leo persica) lifa á vestanverðu Indlandi, nánar tiltekið í Girskógi. Það er eina svæðið þar sem ljón og tígrisdýr deila heimkynnum.

Fyrr á tímum var útbreiðsla ljóna mun meiri. Á Pleistocene-skeiðinu (1,5 milljón – 10.000 f. Kr.) lifðu ljón í allri Afríku, í Austurlöndum nær og alveg austur til Indlands. Þau voru einnig á Pýranea- og Balkanskaga og í Norður-Ameríku. Ljón hurfu hins vegar frá Norður-Ameríku fyrir 10.000 árum en frá Balkanskaga fyrir um 2.000 árum og síðustu ljónin fóru frá Palestínu á tímum krossfaranna.

Sérstaða ljóna liggur í félagskerfi þeirra. Þau eru einu kattardýrin sem lifa í hópum en meðlimir annarra tegunda fara einförum. Ljónahópurinn samanstendur af nokkrum kynslóðum kvendýra (ömmur, mæður og dætur) og einu eða tveimur karldýrum sem makast við kvendýrin og verja hópinn fyrir öðrum körlum. Stærð hópa getur verið frá fjórum dýrum og upp í tæplega 40 en algengt er að um 15 dýr séu í hverjum hópi. Dýrin helga sér yfirráðasvæði sem eru misstór. Þar sem mikið er af bráð eru yfirráðasvæðin aðeins um 20 km2 en þar sem minna veiðist geta þau verið allt að 400 km2.

Ljónshvolpa bíða ólík örlög. Ungu karldýrin eru hrakin frá hópnum þegar þau hafa náð um þriggja ára aldri. Þau gerast þá flakkarar og reyna annað hvort að stofna eiginn ættbálk eða taka yfir annan ljónahóp með því að hrekja ráðandi karldýr á brott. Þau ráða þó ekki við fullvaxin og lífsreynd karlljón fyrr en þau hafa náð að minnsta kosti fimm ára aldri. Sumum karldýrum tekst aldrei að mynda eiginn ættbálk og fara því einförum alla ævi. Kvenhvolparnir fá í flestum tilvikum að vera áfram í hópnum en þó þekkist það að kvendýr eru hrakin á brott og þurfa þá að koma sér í mjúkinn hjá öðrum hóp.

Á daginn halda ljónin sig í smáum hópum en þegar skyggja tekur hópa þau sig saman og halda á veiðar. Iðulega leggja ljónynjurnar af stað út á gresjurnar og reyna að klófesta stóra grasbíta eins og gnýja, sebrahesta eða vatnabuffalóa.

Nokkrar útdauðar deilitegundir ljóna eru kunnar úr jarðlögum og er hellaljónið (Panthera leo spelea) þeirra þekktust. Hellaljón voru útbreidd í Evrópu og Asíu en dóu út líklega nokkuð fyrir Kristburð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Eru fengnar af vefsetrunum Botswana og IUCN. Sótt 11.7.2002.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.7.2002

Spyrjandi

Sigmar Þór Matthíasson, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um ljón?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2583.

Jón Már Halldórsson. (2002, 11. júlí). Getið þið sagt mér allt um ljón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2583

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um ljón?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um ljón?
Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurnar í árdaga.

Ekki er ljóst hvenær ljón komu fyrst fram í þróunarsögunni en leifar ljóna hafa fundist í jarðlögum sem eru allt að 3,5 milljón ára gömul. Þess má geta að samkvæmt núverandi þekkingu komu tígrisdýr fram fyrir um 1,5 milljón ára, líklega af ljónum enda er ljónið náskylt tígrisdýrinu. Margt er þó enn á huldu varðandi þróunarsögu ljónsins og eflaust eiga nýjar athuganir á steingervingasögu stórkattar-ættkvíslarinnar Panthera eftir að bylta hugmyndum okkar um uppruna hennar.

Í dag finnast ljón aðallega í Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar en síðustu asísku ljónin (Panthera leo persica) lifa á vestanverðu Indlandi, nánar tiltekið í Girskógi. Það er eina svæðið þar sem ljón og tígrisdýr deila heimkynnum.

Fyrr á tímum var útbreiðsla ljóna mun meiri. Á Pleistocene-skeiðinu (1,5 milljón – 10.000 f. Kr.) lifðu ljón í allri Afríku, í Austurlöndum nær og alveg austur til Indlands. Þau voru einnig á Pýranea- og Balkanskaga og í Norður-Ameríku. Ljón hurfu hins vegar frá Norður-Ameríku fyrir 10.000 árum en frá Balkanskaga fyrir um 2.000 árum og síðustu ljónin fóru frá Palestínu á tímum krossfaranna.

Sérstaða ljóna liggur í félagskerfi þeirra. Þau eru einu kattardýrin sem lifa í hópum en meðlimir annarra tegunda fara einförum. Ljónahópurinn samanstendur af nokkrum kynslóðum kvendýra (ömmur, mæður og dætur) og einu eða tveimur karldýrum sem makast við kvendýrin og verja hópinn fyrir öðrum körlum. Stærð hópa getur verið frá fjórum dýrum og upp í tæplega 40 en algengt er að um 15 dýr séu í hverjum hópi. Dýrin helga sér yfirráðasvæði sem eru misstór. Þar sem mikið er af bráð eru yfirráðasvæðin aðeins um 20 km2 en þar sem minna veiðist geta þau verið allt að 400 km2.

Ljónshvolpa bíða ólík örlög. Ungu karldýrin eru hrakin frá hópnum þegar þau hafa náð um þriggja ára aldri. Þau gerast þá flakkarar og reyna annað hvort að stofna eiginn ættbálk eða taka yfir annan ljónahóp með því að hrekja ráðandi karldýr á brott. Þau ráða þó ekki við fullvaxin og lífsreynd karlljón fyrr en þau hafa náð að minnsta kosti fimm ára aldri. Sumum karldýrum tekst aldrei að mynda eiginn ættbálk og fara því einförum alla ævi. Kvenhvolparnir fá í flestum tilvikum að vera áfram í hópnum en þó þekkist það að kvendýr eru hrakin á brott og þurfa þá að koma sér í mjúkinn hjá öðrum hóp.

Á daginn halda ljónin sig í smáum hópum en þegar skyggja tekur hópa þau sig saman og halda á veiðar. Iðulega leggja ljónynjurnar af stað út á gresjurnar og reyna að klófesta stóra grasbíta eins og gnýja, sebrahesta eða vatnabuffalóa.

Nokkrar útdauðar deilitegundir ljóna eru kunnar úr jarðlögum og er hellaljónið (Panthera leo spelea) þeirra þekktust. Hellaljón voru útbreidd í Evrópu og Asíu en dóu út líklega nokkuð fyrir Kristburð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Eru fengnar af vefsetrunum Botswana og IUCN. Sótt 11.7.2002.
...