Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Aðalmerkingarnar eru tvær:

  1. ‘særa einhvern lítillega, veita einhverjum smásár’ og stýrir hún í því tilviki alltaf þolfalli samkvæmt dæmasafni Orðabókar Háskólans;
  2. ‘hreinsa til dæmis endaþarmsop’.
Í eldra máli stýrði sögnin einnig þolfalli í seinna tilvikinu og þannig eru öll dæmi Orðabókarinnar. Á síðari áratugum er sögnin í þessari merkingu einnig notuð með þágufalli. Í Íslenskri orðabók Eddu frá 2002 (bls. 1315) er sambandið skeina með e-u til dæmis gefið bæði með þolfalli og þágufalli, það er skeina sig/sér með e-u. Þolfallið er sem sagt eldra en þágufallið hefur mjög rutt sér til rúms.

Útgáfudagur

4.7.2008

Spyrjandi

Björg Sigurjónsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2008. Sótt 15. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=25834.

Guðrún Kvaran. (2008, 4. júlí). Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25834

Guðrún Kvaran. „Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25834>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Bjarnadóttir

1943

Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi.