Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?

Guðrún KvaranSögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-):

Eintala
1. persónasmíða-ði
2. persónasmíða-ðir
3. persónasmíða-ði
Fleirtala
1. persónasmíðu-ðum
2. persónasmíðu-ðuð
3. persónasmíðu-ðu

Þetta er sérstakt einkenni germanskra mála sem greinir þau ásamt fleiru frá öðrum indóevrópskum málum. Veikar sagnir eru því málsögulega yngri en sterkar sagnir. Sögnin að smíða er nafnleidd, það er hún er leidd af nafnorðinu smíð 'smíðisgripur'. Myndun veikra sagna er mjög virk í málinu.

Sögnin að bíða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bíða-beið-biðum-beðið). Þátíð sagnarinnar er því:

Eintala
1. persónabeið
2. persónabeiðst
3. persónabeið
Fleirtala
1. persónabiðum
2. persónabiðuð
3. persónabiðu

Myndun sterkra sagna er sameiginlegur indóevrópskur arfur og þær eru því mun eldri en germönsku veiku sagnirnar en myndun þeirra er ekki lengur virk. Fyrir kemur að lítil börn myndi sterka þátíð af veikri sögn, til dæmis smeið af smíða, og veika þátíð af sterkri sögn, til dæmis bíðaði af bíða, en læri síðar rétta meðferð sagnanna með auknum málþroska.Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.7.2002

Spyrjandi

Börkur Þór Björgvinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'? “ Vísindavefurinn, 12. júlí 2002. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2587.

Guðrún Kvaran. (2002, 12. júlí). Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2587

Guðrún Kvaran. „Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'? “ Vísindavefurinn. 12. júl. 2002. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2587>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki til orðmyndin 'smeið' af sögninni 'að smíða', úr því til er myndin 'beið' af 'bíða'?


Sögnin að smíða telst til svokallaðra veikra sagna sem mynda þátíð með tannhljóðsviðskeyti: (ð, d eða t). Þannig er þátíð sagnarinnar smíða (með tannhljóðsviðskeytinu -ð-):

Eintala
1. persónasmíða-ði
2. persónasmíða-ðir
3. persónasmíða-ði
Fleirtala
1. persónasmíðu-ðum
2. persónasmíðu-ðuð
3. persónasmíðu-ðu

Þetta er sérstakt einkenni germanskra mála sem greinir þau ásamt fleiru frá öðrum indóevrópskum málum. Veikar sagnir eru því málsögulega yngri en sterkar sagnir. Sögnin að smíða er nafnleidd, það er hún er leidd af nafnorðinu smíð 'smíðisgripur'. Myndun veikra sagna er mjög virk í málinu.

Sögnin að bíða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bíða-beið-biðum-beðið). Þátíð sagnarinnar er því:

Eintala
1. persónabeið
2. persónabeiðst
3. persónabeið
Fleirtala
1. persónabiðum
2. persónabiðuð
3. persónabiðu

Myndun sterkra sagna er sameiginlegur indóevrópskur arfur og þær eru því mun eldri en germönsku veiku sagnirnar en myndun þeirra er ekki lengur virk. Fyrir kemur að lítil börn myndi sterka þátíð af veikri sögn, til dæmis smeið af smíða, og veika þátíð af sterkri sögn, til dæmis bíðaði af bíða, en læri síðar rétta meðferð sagnanna með auknum málþroska.Mynd: HB...