Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með afkvæmi hættulegri en önnur dýr sömu tegundar, dýr sem telja sig króuð af eru hættulegri en dýr sem eiga örugga flóttaleið og húsdýr eru hættulegri en villt dýr. Því er ekki hægt að nefna eina sérstaka tegund sem hættulegasta spendýr á jörðinni.

Íslendingar, sem búa við þær aðstæður að hér á landi eru mjög fáar tegundir spendýra, eru sennilega þjóða hræddastir við villt dýr. Undanfarnar vikur höfum við orðið áþreifanlega vör við þetta í tengslum við fréttir af göngu tveggja Íslendinga frá norðurenda Kanada til Norðurpólsins. Þrátt fyrir að göngumennirnir sjálfir taki í sífellu fram að helsta hættan, sem að þeim steðji, sé þunnur ís, hamra fjölmiðlar sífellt á hættunni af hvítabjörnum (Ursus maritimus). Svangir hvítabirnir geta vissulega verið hættulegir, en menn sem eru kunnugir þeim segja að í langflestum tilvikum flýi hvítabirnir af hólmi er þeir mæta mönnum.

Tófan (Alopex lagopus) er stærsta villta rándýrið á Íslandi. Hún er að jafnaði 3-4 kg, eða álíka þung og nýfædd börn. Fyrir skömmu birtist frétt í einu dagblaðanna um að tófa hefði sést við grunnskólann í Hveragerði. Heimildarmaður blaðsins lýsti yfir áhyggjum sínum yfir að tófa skyldi vera þarna á ferð þar sem börnin geti ruglast á tófum og hundum, sem séu oft lausir í grennd við skólann, og nálgast tófuna. Virtist maðurinn telja að tófan kynni að gera börnunum mein. Hér er hins vegar um algjörlega ónauðsynlegan ótta að ræða. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi hatast við tófuna um aldir, er ekki til ein einasta þjóðasaga um að refir hafi gert börnum skaða. Hefði villtur refur einhvern tíma ráðist á barn má telja öruggt að til væru tugir þjóðsagna um slíka atburði. Engar slíkar þjóðsögur eru þó fyrir hendi. Í borgum og bæjum Evrópu er mikið um rauðrefi. Þar hefur fólk engar áhyggjur af refum þótt rauðrefir séu 50% stærri og mun sterkari en íslenska tófan. Heimildarmaður dagblaðsins í Hveragerði hefði fremur átt að lýsa yfir áhyggjum af því að hundar skuli ganga lausir í grennd við grunnskólann. Þeir eru miklu varasamari en bæði rauðrefir og tófur. Kettir eru líka hættulegri en refir.

Hættulegasta spendýrið á Íslandi er sennilega brúnrottan (Rattus norvegicus). Það stafar þó ekki af grimmd hennar. Hún er í raun ekki grimm þótt hún hiki ekki við að snúast til varnar ef hún er króuð af. Hins vegar eru lífshættir hennar í frárennsliskerfum borga og bæja á þann veg að bit hennar, saur og þvag getur valdið sýkingum, í sumum tilvikum lífshættulegum.

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2000

Spyrjandi

Stefán Smári Jónsson, 12 ára

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=259.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 20. mars). Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=259

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?
Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með afkvæmi hættulegri en önnur dýr sömu tegundar, dýr sem telja sig króuð af eru hættulegri en dýr sem eiga örugga flóttaleið og húsdýr eru hættulegri en villt dýr. Því er ekki hægt að nefna eina sérstaka tegund sem hættulegasta spendýr á jörðinni.

Íslendingar, sem búa við þær aðstæður að hér á landi eru mjög fáar tegundir spendýra, eru sennilega þjóða hræddastir við villt dýr. Undanfarnar vikur höfum við orðið áþreifanlega vör við þetta í tengslum við fréttir af göngu tveggja Íslendinga frá norðurenda Kanada til Norðurpólsins. Þrátt fyrir að göngumennirnir sjálfir taki í sífellu fram að helsta hættan, sem að þeim steðji, sé þunnur ís, hamra fjölmiðlar sífellt á hættunni af hvítabjörnum (Ursus maritimus). Svangir hvítabirnir geta vissulega verið hættulegir, en menn sem eru kunnugir þeim segja að í langflestum tilvikum flýi hvítabirnir af hólmi er þeir mæta mönnum.

Tófan (Alopex lagopus) er stærsta villta rándýrið á Íslandi. Hún er að jafnaði 3-4 kg, eða álíka þung og nýfædd börn. Fyrir skömmu birtist frétt í einu dagblaðanna um að tófa hefði sést við grunnskólann í Hveragerði. Heimildarmaður blaðsins lýsti yfir áhyggjum sínum yfir að tófa skyldi vera þarna á ferð þar sem börnin geti ruglast á tófum og hundum, sem séu oft lausir í grennd við skólann, og nálgast tófuna. Virtist maðurinn telja að tófan kynni að gera börnunum mein. Hér er hins vegar um algjörlega ónauðsynlegan ótta að ræða. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi hatast við tófuna um aldir, er ekki til ein einasta þjóðasaga um að refir hafi gert börnum skaða. Hefði villtur refur einhvern tíma ráðist á barn má telja öruggt að til væru tugir þjóðsagna um slíka atburði. Engar slíkar þjóðsögur eru þó fyrir hendi. Í borgum og bæjum Evrópu er mikið um rauðrefi. Þar hefur fólk engar áhyggjur af refum þótt rauðrefir séu 50% stærri og mun sterkari en íslenska tófan. Heimildarmaður dagblaðsins í Hveragerði hefði fremur átt að lýsa yfir áhyggjum af því að hundar skuli ganga lausir í grennd við grunnskólann. Þeir eru miklu varasamari en bæði rauðrefir og tófur. Kettir eru líka hættulegri en refir.

Hættulegasta spendýrið á Íslandi er sennilega brúnrottan (Rattus norvegicus). Það stafar þó ekki af grimmd hennar. Hún er í raun ekki grimm þótt hún hiki ekki við að snúast til varnar ef hún er króuð af. Hins vegar eru lífshættir hennar í frárennsliskerfum borga og bæja á þann veg að bit hennar, saur og þvag getur valdið sýkingum, í sumum tilvikum lífshættulegum.

...