Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birtum við myndir af nokkrum sannkölluðum ófreskjum!
Þar sem margir eru haldnir svokallaðri kóngulóarfælni má telja sennilegt að kóngulær yrðu taldar með ljótustu dýrum í heimi. Efsta myndin sýnir kónguló af ætt stökkkóngulóa. Bláu kúlurnar eru augun, en kóngulær hafa átta augu. Önnur myndin er nærmynd af maurshöfði og neðsta myndin er af ófrýnilegum afrískum villisvínum.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum:
- Hvað eru margar tegundir af kóngulóm á Íslandi? eftir Rósu Björk Þórólfsdóttur og Ingibjörgu Jónsdóttur
- Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? eftir Arnór Hannibalsson