Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?

Jón Már Halldórsson

Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður bardagi þar sem eldra ljónið getur særst illa. Rannsóknir á slíkum föllnum konungum hafa leitt í ljós að eftir að hafa verið hrakin frá völdum deyja þau mjög skjótt. Þetta á einnig við um önnur dýr með svipað félagsmynstur.

Ekki hafa farið fram rannsóknir þar sem hlutfall ellidauða meðal ýmsra tegunda er borið saman. Sennilegt þykir þó að rándýr lifi lengur en til dæmis grasbítar. Meðlimir þeirrar tegundar sem líklegast er að deyji svokölluðum ellidauða er án efa maðurinn, enda eigum við núorðið enga náttúrulega óvini.

Stór hluti mannkyns lifir þó við mikinn skort og í þriðja heiminum draga sjúkdómar eins og mýrarkalda og kólera milljónir manna til dauða á ári hverju. Víða í Afríku er alnæmi stóralvarlegt vandamál. Þrátt fyrir þetta er það helst maðurinn sem getur vænst þess að bera beinin vegna sjúkdóma sem tengdir eru hárri elli.



Skoðið einnig svör við spurningunum

Myndin af aldraðri rúmenskri konu af gyðingaættum er fengin af vefsetrinu JDC New and Features

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.7.2002

Spyrjandi

Þorsteinn Berghreinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2595.

Jón Már Halldórsson. (2002, 16. júlí). Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2595

Jón Már Halldórsson. „Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2595>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?
Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður bardagi þar sem eldra ljónið getur særst illa. Rannsóknir á slíkum föllnum konungum hafa leitt í ljós að eftir að hafa verið hrakin frá völdum deyja þau mjög skjótt. Þetta á einnig við um önnur dýr með svipað félagsmynstur.

Ekki hafa farið fram rannsóknir þar sem hlutfall ellidauða meðal ýmsra tegunda er borið saman. Sennilegt þykir þó að rándýr lifi lengur en til dæmis grasbítar. Meðlimir þeirrar tegundar sem líklegast er að deyji svokölluðum ellidauða er án efa maðurinn, enda eigum við núorðið enga náttúrulega óvini.

Stór hluti mannkyns lifir þó við mikinn skort og í þriðja heiminum draga sjúkdómar eins og mýrarkalda og kólera milljónir manna til dauða á ári hverju. Víða í Afríku er alnæmi stóralvarlegt vandamál. Þrátt fyrir þetta er það helst maðurinn sem getur vænst þess að bera beinin vegna sjúkdóma sem tengdir eru hárri elli.



Skoðið einnig svör við spurningunum

Myndin af aldraðri rúmenskri konu af gyðingaættum er fengin af vefsetrinu JDC New and Features

...