Sólin Sólin Rís 06:50 • sest 20:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:14 • Sest 07:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:31 • Síðdegis: 15:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:13 • Síðdegis: 21:36 í Reykjavík

Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?

JGÞ

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á.

Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slátrunar á því hvenær hægt sé að gera úr honum góða tösku. Algengt er að krókódílum sé slátrað þegar þeir hafa náð tveggja og hálfs árs aldri. Þá eru þeir um einn og hálfur metri á lengd og kviður þeirra um 35 sentimetrar. Það þykir ákjósanleg stærð til að gera góða tösku úr krókódílaskinni. Fínt krókódílaskinn selst á um 275 dali en sé það sútað er hægt að fá um 600 dali fyrir það.

Á krókódílabúgarðinum Hartley’s Creek í Ástralíu ná sex ára kvenkyns krókódílar 2,2 metra lengd. Villtir kvenkyns krókódílar eru helmingi lengur að ná sömu stærð. Sex ára ræktaðir karlkrókódílar eru um 2,7 metrar en villtir krókódílar eru um 3,3 metrar þegar þeir hafa náð 16 ára aldri.Þeir sem komast yfir krókódílakjöt geta haft hliðsjón af þessari skýringarmynd til að átta sig á hvar meyrasta kjötið er. Halinn og kjötið undir kjálkanum er meyrast. Búkurinn er ágætlega meyr en kjótið við lappir skepnunnar hentar eingöngu í pottrétti eða mauksoðnar kássur. Krókódílakjöt hefur hærra prótíninnihald en svína- og kjúklingakjöt og er einnig fitusnauðara.Skoðið einnig svör við spurningunum

Heimildir og myndir

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.7.2002

Spyrjandi

Alma Svanhild Róbertsdóttir,
f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2002. Sótt 31. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2597.

JGÞ. (2002, 17. júlí). Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2597

JGÞ. „Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2002. Vefsíða. 31. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2597>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þurfa krókódílar að vera stórir til að við getum borðað þá?
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þurfa krókódílar ekki að ná neinni lágmarksstærð til að þykja herramannsmatur. Eflaust er hægt að borða soðin krókódílaegg í morgunmat ef menn hafa lyst á.

Framleiðsla á krókódílakjöti er hliðargrein í framleiðslu á krókódílaskinni og þess vegna ákvarðast aldur krókódíls til slátrunar á því hvenær hægt sé að gera úr honum góða tösku. Algengt er að krókódílum sé slátrað þegar þeir hafa náð tveggja og hálfs árs aldri. Þá eru þeir um einn og hálfur metri á lengd og kviður þeirra um 35 sentimetrar. Það þykir ákjósanleg stærð til að gera góða tösku úr krókódílaskinni. Fínt krókódílaskinn selst á um 275 dali en sé það sútað er hægt að fá um 600 dali fyrir það.

Á krókódílabúgarðinum Hartley’s Creek í Ástralíu ná sex ára kvenkyns krókódílar 2,2 metra lengd. Villtir kvenkyns krókódílar eru helmingi lengur að ná sömu stærð. Sex ára ræktaðir karlkrókódílar eru um 2,7 metrar en villtir krókódílar eru um 3,3 metrar þegar þeir hafa náð 16 ára aldri.Þeir sem komast yfir krókódílakjöt geta haft hliðsjón af þessari skýringarmynd til að átta sig á hvar meyrasta kjötið er. Halinn og kjötið undir kjálkanum er meyrast. Búkurinn er ágætlega meyr en kjótið við lappir skepnunnar hentar eingöngu í pottrétti eða mauksoðnar kássur. Krókódílakjöt hefur hærra prótíninnihald en svína- og kjúklingakjöt og er einnig fitusnauðara.Skoðið einnig svör við spurningunum

Heimildir og myndir...