Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?

Lyktarskynið getur tapast skyndilega til dæmis við högg á höfuðið, sérstaklega við harkalegan skell á enni eða hnakka. Lyktartaugarnar ganga í gegnum þunna beinplötu sem skilur að nefhol og heilahvolf. Við þungt högg getur þessi beinplata brotnað og lyktartaugarnar rofnað. Slíkur skaði er varanlegur og mun þetta vera algengasta orsök fyrir tapi á lyktarskyni.

Lyktarskynið getur einnig tapast við veirusýkingar, til dæmis inflúensu. Það þarf ekki að vera varanlegt, en getur verið það. Algengasta orsökin fyrir því að lyktarskynið dofnar er kvef, en vegna slímhúðarbólgu kemst innöndunarloftið verr að lyktarskynfærinu, sem er efst í nefholinu.

Skoðið einnig önnur svör um lykt á Vísindavefnum:Mynd: chembytes e-zine

Útgáfudagur

17.7.2002

Spyrjandi

Steinþór Gunnarsson

Höfundur

háls-, nef- og eyrnalæknir

Tilvísun

Friðrik Páll Jónsson. „Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2002. Sótt 24. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2598.

Friðrik Páll Jónsson. (2002, 17. júlí). Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2598

Friðrik Páll Jónsson. „Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2002. Vefsíða. 24. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2598>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

1978

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í íslensku umhverfi og matvælum, heildarútsetningu Íslendinga fyrir þungmálmum, áhrifum skipasiglinga á viðkvæmum norðurslóðum og magn plastagna sem sleppa út í hafið kringum landið.