Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fílar hræddir við mýs?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn.

Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu, með nasirnar fremstar á rananum. Fremst á rananum eru líka fíngerðar totur sem líkjast helst fingrum og fílarnir geta notað til þess að taka upp örsmáa hluti. Afríkufíllinn er með tvær totur en Asíufíllinn eina.

Höfuðið er hlutfallslega stórt og eyrun sömuleiðis, sérstaklega á Afríkufílnum. Stærstu fílar (karldýr) geta orðið allt að 4 metrar á hæð og um 7500 kg að þyngd. Algengast er þó 4-5 tonn. Fótleggir eru tiltölulega langir en fætur stuttir. Þunginn hvílir á þófa eða púða úr sveigjanlegum bandvef. Fimm tær eru á hverjum fæti en ystu tærnar á afturfótum eru tiltölulega rýrar. Þannig er Asíufíllinn aðeins með neglur (hófa) á fjórum tám á afturfótum en Afríkufíllinn á þremur. Báðar tegundirnar eru með 5 hófa á framfótum.

Fílar eru nánast hárlausir fullorðnir en fæðast þokkalega loðnir. Þeir eru ekki með fitukirtla í húðinni og því þurfa þeir að komast reglulega í leðjubað til þess að halda húðinni heilbrigðri.



Þessi fíll er ekki hræddur við þessa mús.

Fílar hafa engar vígtennur og enga framtönn í neðri gómi. Í efri gómi er ein framtönn hvorum megin sem vex fram í mikla skögultönn. Skögultönnina vantar þó yfirleitt í kýr Asíufílsins. Jaxlarnir eru nokkuð sérkennilegir. Þeir eru gríðarstórir með flóknu mynstri sem gerir þeim kleift að tyggja harðasta börk og greinar. En vegna stærðar sinnar er aðeins einn jaxl í notkun á hverjum tíma í hverjum kjálka. Hann færist smám saman framar eftir því sem hann eyðist og önnur tönn birtist aftar og færist í stað hinnar fyrri. Alls koma þannig fram þrír fullorðinsjaxlar í hverjum kjálka á ævinni.

Hauskúpan er gríðarlega þykk og því er heilabúið ekki eins stórt og hausstærðin gæti gefið til kynna. Þrátt fyrir þykktina er hauskúpan tiltölulega létt vegna þess að hún er full af loftgöngum.

Mammúturinn, sem þekktur er úr hellateikningum í Evrópu, var upprunninn í Afríku en dreifðist svo um Evrasíu og á landbrúnni yfir til Norður-Ameríku. Hann þróaðist í nokkrar tegundir sem allar tilheyrðu ættkvíslinni Mammuthus. Loðfíllinn, Mammuthus primigenius, var kafloðinn með mjög stórar skögultennur og var um 3 metrar á herðakamb. Hann dó út fyrir um það bil 8000 árum en nýlega hafa fundist leifar eftir dvergloðfíl á Wrangel eyju, sem virðist hafa dáið út fyrir 4000 árum. Maðurinn er talinn eiga heiðurinn af útrýmingu loðfílsins þótt líklegt sé að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt.

Annað dvergafbrigði var til af fíl á nokkrum eyjum í Miðjarðarhafi og Eyjahafi milli Grikklands og Tyrklands. Geislakolsmælingar benda til að sá fill hafi dáið út fyrir rúmum 4000 árum. Hann tilheyrði ættkvíslinni Elephas eins og Asíufíllinn. Hann var ekki nema 90-140 cm á hæð á herðakamb.

Svo virðist sem tvö meginafbrigði af fíl séu til í Afríku, annað nokkru minna og dekkra í skógum Vestur-Afríku en hitt stærra og ljósara í Austur-Afríku og Suður-Afríku. Flestir telja eðlilegt að skipta Afríkufílnum samkvæmt því í tvær deilitegundir en sumir vilja ganga lengra og skipta þeim í tvær tegundir og fleiri deilitegundir. Til hafa verið sagnir um dvergafbrigði í skógum Vestur-Afríku en engin eintök hafa verið rannsökuð til staðfestingar á því.

Asíufíllinn hefur verið og er enn mikið notaður til þungavinnu og flutninga. Afríkufíllinn er það ekki en þó er talið að það sé jafnauðvelt að temja hann eins og Asíufílinn. Karþagómenn, Rómverjar og Eþíópumenn notuðu hann til forna í hernaði. Norðurafríska deilitegundin, sem hér um ræðir, Loxodonta africana pharaohensis er talin hafa verið skyld vesturafrísku deilitegundinni Loxodonta africana cyclotis. Norðurafríska deilitegundin dó út norðan Sahara á 6. öld eftir Krist en talið er að hún hafi lifað af í Súdan og Erítreu allt fram undir miðja síðustu öld. Örfá dýr, 60-300 einstaklingar, sem enn eru til í austanverðri Eþíópíu, telja margir vera enn eina deilitegundina, Loxodonta africana orleansi.

Flestar músategundir eru undir 50 grömmum að þyngd, oftast 20-30 grömm. Fílar eru því um það bil 200 þúsund sinnum þyngri en mýs. Ég hef ekki fundið neinar heimildir um að fílar hræðist mýs. Reyndar þurfa fílar ekki að hræðast neinar aðrar tegundir en manninn, ef frá er talið að þeir geta þurft að gæta ungra afkvæma sinna fyrir stærstu rándýrunum, ljónum og hýenum í Afríku og tígrisdýrum í Asíu.

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2000

Spyrjandi

Baldur P. Blöndal, f. 1989

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Eru fílar hræddir við mýs?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2000, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=260.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 20. mars). Eru fílar hræddir við mýs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=260

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Eru fílar hræddir við mýs?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2000. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=260>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru fílar hræddir við mýs?
Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn.

Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu, með nasirnar fremstar á rananum. Fremst á rananum eru líka fíngerðar totur sem líkjast helst fingrum og fílarnir geta notað til þess að taka upp örsmáa hluti. Afríkufíllinn er með tvær totur en Asíufíllinn eina.

Höfuðið er hlutfallslega stórt og eyrun sömuleiðis, sérstaklega á Afríkufílnum. Stærstu fílar (karldýr) geta orðið allt að 4 metrar á hæð og um 7500 kg að þyngd. Algengast er þó 4-5 tonn. Fótleggir eru tiltölulega langir en fætur stuttir. Þunginn hvílir á þófa eða púða úr sveigjanlegum bandvef. Fimm tær eru á hverjum fæti en ystu tærnar á afturfótum eru tiltölulega rýrar. Þannig er Asíufíllinn aðeins með neglur (hófa) á fjórum tám á afturfótum en Afríkufíllinn á þremur. Báðar tegundirnar eru með 5 hófa á framfótum.

Fílar eru nánast hárlausir fullorðnir en fæðast þokkalega loðnir. Þeir eru ekki með fitukirtla í húðinni og því þurfa þeir að komast reglulega í leðjubað til þess að halda húðinni heilbrigðri.



Þessi fíll er ekki hræddur við þessa mús.

Fílar hafa engar vígtennur og enga framtönn í neðri gómi. Í efri gómi er ein framtönn hvorum megin sem vex fram í mikla skögultönn. Skögultönnina vantar þó yfirleitt í kýr Asíufílsins. Jaxlarnir eru nokkuð sérkennilegir. Þeir eru gríðarstórir með flóknu mynstri sem gerir þeim kleift að tyggja harðasta börk og greinar. En vegna stærðar sinnar er aðeins einn jaxl í notkun á hverjum tíma í hverjum kjálka. Hann færist smám saman framar eftir því sem hann eyðist og önnur tönn birtist aftar og færist í stað hinnar fyrri. Alls koma þannig fram þrír fullorðinsjaxlar í hverjum kjálka á ævinni.

Hauskúpan er gríðarlega þykk og því er heilabúið ekki eins stórt og hausstærðin gæti gefið til kynna. Þrátt fyrir þykktina er hauskúpan tiltölulega létt vegna þess að hún er full af loftgöngum.

Mammúturinn, sem þekktur er úr hellateikningum í Evrópu, var upprunninn í Afríku en dreifðist svo um Evrasíu og á landbrúnni yfir til Norður-Ameríku. Hann þróaðist í nokkrar tegundir sem allar tilheyrðu ættkvíslinni Mammuthus. Loðfíllinn, Mammuthus primigenius, var kafloðinn með mjög stórar skögultennur og var um 3 metrar á herðakamb. Hann dó út fyrir um það bil 8000 árum en nýlega hafa fundist leifar eftir dvergloðfíl á Wrangel eyju, sem virðist hafa dáið út fyrir 4000 árum. Maðurinn er talinn eiga heiðurinn af útrýmingu loðfílsins þótt líklegt sé að loftslagsbreytingar eigi sinn þátt.

Annað dvergafbrigði var til af fíl á nokkrum eyjum í Miðjarðarhafi og Eyjahafi milli Grikklands og Tyrklands. Geislakolsmælingar benda til að sá fill hafi dáið út fyrir rúmum 4000 árum. Hann tilheyrði ættkvíslinni Elephas eins og Asíufíllinn. Hann var ekki nema 90-140 cm á hæð á herðakamb.

Svo virðist sem tvö meginafbrigði af fíl séu til í Afríku, annað nokkru minna og dekkra í skógum Vestur-Afríku en hitt stærra og ljósara í Austur-Afríku og Suður-Afríku. Flestir telja eðlilegt að skipta Afríkufílnum samkvæmt því í tvær deilitegundir en sumir vilja ganga lengra og skipta þeim í tvær tegundir og fleiri deilitegundir. Til hafa verið sagnir um dvergafbrigði í skógum Vestur-Afríku en engin eintök hafa verið rannsökuð til staðfestingar á því.

Asíufíllinn hefur verið og er enn mikið notaður til þungavinnu og flutninga. Afríkufíllinn er það ekki en þó er talið að það sé jafnauðvelt að temja hann eins og Asíufílinn. Karþagómenn, Rómverjar og Eþíópumenn notuðu hann til forna í hernaði. Norðurafríska deilitegundin, sem hér um ræðir, Loxodonta africana pharaohensis er talin hafa verið skyld vesturafrísku deilitegundinni Loxodonta africana cyclotis. Norðurafríska deilitegundin dó út norðan Sahara á 6. öld eftir Krist en talið er að hún hafi lifað af í Súdan og Erítreu allt fram undir miðja síðustu öld. Örfá dýr, 60-300 einstaklingar, sem enn eru til í austanverðri Eþíópíu, telja margir vera enn eina deilitegundina, Loxodonta africana orleansi.

Flestar músategundir eru undir 50 grömmum að þyngd, oftast 20-30 grömm. Fílar eru því um það bil 200 þúsund sinnum þyngri en mýs. Ég hef ekki fundið neinar heimildir um að fílar hræðist mýs. Reyndar þurfa fílar ekki að hræðast neinar aðrar tegundir en manninn, ef frá er talið að þeir geta þurft að gæta ungra afkvæma sinna fyrir stærstu rándýrunum, ljónum og hýenum í Afríku og tígrisdýrum í Asíu.

...