Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?

Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er:

 • að 'tryllast' eða 'brjálast'
 • að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann'
 • að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur'
 • verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur' eða 'karlýgur')
 • að 'sýna stjórnlausa hrifningu' af einhverju
 • og
 • að 'bila(st)' eða 'virka ekki'

Íslenskt götumál býr yfir mörgum samsvörunum við go apeshit, eins og til dæmis:

 • að eipa
 • að fá flog
 • að fá kast
 • að flippa út
 • og
 • að fríka út

Íslenskt götumál býr yfir mörgum samsvörunum við go apeshit, eins og til dæmis 'að eipa' og 'að fá flog'.

Engin þessara þýðinga er þó nákvæm, og þær fanga ekki líkinguna sem felst í orðunum go apeshit.

Í ensku eru líka dæmi um orðasambandið go ape, í nokkurn veginn sömu merkingu. Bæði orðasamböndin: go ape og go apeshit vísa til þess hvernig apar bregðast við þegar þeir eru handsamaðir og settir í búr. Eins og gefur að skilja eru fæstir apar sáttir við þessa meðferð svo þeir berjast um á hæl og hnakka, öskra og æpa, og af því skýrist fyrra máltækið. Einhverra hluta vegna kemur það líka fyrir að aparnir kúka (eða "hafa hægðir" eins og það heitir í prúðum orðabókum) meðan á bröltinu stendur, og það útskýrir seinna orðtakið.

Byggt á:

 • Ayto, John og John Simpson: The Oxford Dictionary of Modern Slang, Oxford University Press, Oxford 1992
 • Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson: Orðabók um slangur slettur bannorð og annað utangarðsmál, Svart á hvítu, [án staðar] 1982
 • Spears, Richard A. Slang and Euphemism, New American Library, New York, 1982Mynd: Visions in Black and White

Útgáfudagur

19.7.2002

Spyrjandi

Kristmar Sigmarsson

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

SJ. „Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2002. Sótt 18. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2602.

SJ. (2002, 19. júlí). Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2602

SJ. „Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2002. Vefsíða. 18. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2602>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Hannesson

1951

Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum.