Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Friðrik Páll Jónsson

Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvísi, vegna þess að lyktina vantar. Það er þó ekkert að sjálfu bragðskyninu í slíkum tilfellum, það greinir áfram súrt, sætt, salt eða beiskt, en okkur finnst „bragðið“ annað en áður. Þeir sem tapa lyktarskyninu geta því haft eðlilegt bragðskyn en upplifa bragð á annan hátt en þeir sem einnig finna lykt.

Sjá einnig svar Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna hverfur lyktarskynið?Frekari fróðleikur:Mynd: Taste and Smell Clinic - Center for Molecular Nutrition and Sensory Disorders

Höfundur

háls-, nef- og eyrnalæknir

Útgáfudagur

25.7.2002

Spyrjandi

Hrefna Tómasdóttir

Tilvísun

Friðrik Páll Jónsson. „Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2002. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2607.

Friðrik Páll Jónsson. (2002, 25. júlí). Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2607

Friðrik Páll Jónsson. „Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2002. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2607>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvísi, vegna þess að lyktina vantar. Það er þó ekkert að sjálfu bragðskyninu í slíkum tilfellum, það greinir áfram súrt, sætt, salt eða beiskt, en okkur finnst „bragðið“ annað en áður. Þeir sem tapa lyktarskyninu geta því haft eðlilegt bragðskyn en upplifa bragð á annan hátt en þeir sem einnig finna lykt.

Sjá einnig svar Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna hverfur lyktarskynið?Frekari fróðleikur:Mynd: Taste and Smell Clinic - Center for Molecular Nutrition and Sensory Disorders

...