Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?

Guðrún Kvaran

Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimildir í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.


Barack Obama er oftar en ekki vant við látinn.

Lýsingarorðið vandur merkir ‛erfiður, sem vandi fylgir, vandasamur’. Það er notað í hvorugkyni í orðasambandinu að vera vant við látinn ‛vera upptekinn, önnum kafinn’, það er erfitt er að nálgast eða ná sambandi við einhvern sakir anna. Í sömu merkingu er einnig notað sambandið að vera vant við bundinn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.9.2010

Spyrjandi

Rebekka Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?“ Vísindavefurinn, 20. september 2010. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=26079.

Guðrún Kvaran. (2010, 20. september). Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26079

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2010. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?
Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimildir í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.


Barack Obama er oftar en ekki vant við látinn.

Lýsingarorðið vandur merkir ‛erfiður, sem vandi fylgir, vandasamur’. Það er notað í hvorugkyni í orðasambandinu að vera vant við látinn ‛vera upptekinn, önnum kafinn’, það er erfitt er að nálgast eða ná sambandi við einhvern sakir anna. Í sömu merkingu er einnig notað sambandið að vera vant við bundinn.

Mynd:...