Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

SJ

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fylgjast með' eða 'líta eftir'. Hún er aftur á móti samsett úr sögninni skopew (skopéo) sem merkir: 'sjá', 'virða fyrir sér', 'athuga' eða líta eftir, og forsetningunni epi- (epi) sem í samsetningum þýðir: 'upp(i) á', 'yfir', 'til', 'gagnvart' eða 'eftir'.

Upphaflega merkti biskup þess vegna 'eftirlitsmaður' eða 'tilsjónarmaður'. Í frumkristni var það notað um nokkurs konar yfirmann í söfnuðinum sem hafði sérstakt vald um helgisiði, skírnir, altarissakramenti, vígslur, fyrirgefningu synda, fjármál og málamiðlanir í deilum. Uppruni embættisins er óviss, en á annarri öld hafði það fest sig í sessi, ásamt embættum presta og djákna. Eftir því sem kirkjunni óx fiskur um hrygg þurfti meira skipulag svo til varð stigveldi þar sem prestar voru í forustu safnaða, höfðu djákna sér til aðstoðar og voru undir eftirliti biskupa sem höfðu marga söfnuði í sinni umsjá. Upp af þessu varð svo til enn flóknara skipulag þegar leið á miðaldirnar.

Nokkrar kirkjudeildir, sérlega rómversk-kaþólska kirkjan og gríska rétttrúnaðarkirkjan, telja að biskupar séu eftirmenn postulanna og hafi vald sitt í krafti þess. Við siðaskiptin höfnuðu margir þessari hugmynd enda hafa flestar mótmælendakirkjur enga biskupa. Lúthersku kirkjurnar á Norðurlöndum og í Þýskalandi hafa þó haldið í biskupsembættið en fæstar þeirra telja biskupana arftaka postulanna.

Heimildir

  • Greinarnar: bishop og episcopacy af vef Encyclopædia Britannica
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskóla Íslands, 1995.
  • Goodwin, William W. Greek Grammar, Bristol Classical Press, London, 1997,Mynd af biskupi Íslands: Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Mynd af skákbiskupum: HB

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.7.2002

Spyrjandi

Hjálmar Níelsson

Tilvísun

SJ. „Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2002. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2611.

SJ. (2002, 26. júlí). Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2611

SJ. „Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2002. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2611>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?
Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fylgjast með' eða 'líta eftir'. Hún er aftur á móti samsett úr sögninni skopew (skopéo) sem merkir: 'sjá', 'virða fyrir sér', 'athuga' eða líta eftir, og forsetningunni epi- (epi) sem í samsetningum þýðir: 'upp(i) á', 'yfir', 'til', 'gagnvart' eða 'eftir'.

Upphaflega merkti biskup þess vegna 'eftirlitsmaður' eða 'tilsjónarmaður'. Í frumkristni var það notað um nokkurs konar yfirmann í söfnuðinum sem hafði sérstakt vald um helgisiði, skírnir, altarissakramenti, vígslur, fyrirgefningu synda, fjármál og málamiðlanir í deilum. Uppruni embættisins er óviss, en á annarri öld hafði það fest sig í sessi, ásamt embættum presta og djákna. Eftir því sem kirkjunni óx fiskur um hrygg þurfti meira skipulag svo til varð stigveldi þar sem prestar voru í forustu safnaða, höfðu djákna sér til aðstoðar og voru undir eftirliti biskupa sem höfðu marga söfnuði í sinni umsjá. Upp af þessu varð svo til enn flóknara skipulag þegar leið á miðaldirnar.

Nokkrar kirkjudeildir, sérlega rómversk-kaþólska kirkjan og gríska rétttrúnaðarkirkjan, telja að biskupar séu eftirmenn postulanna og hafi vald sitt í krafti þess. Við siðaskiptin höfnuðu margir þessari hugmynd enda hafa flestar mótmælendakirkjur enga biskupa. Lúthersku kirkjurnar á Norðurlöndum og í Þýskalandi hafa þó haldið í biskupsembættið en fæstar þeirra telja biskupana arftaka postulanna.

Heimildir

  • Greinarnar: bishop og episcopacy af vef Encyclopædia Britannica
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskóla Íslands, 1995.
  • Goodwin, William W. Greek Grammar, Bristol Classical Press, London, 1997,Mynd af biskupi Íslands: Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Mynd af skákbiskupum: HB...