Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sjá hundar?

Jón Már Halldórsson

Litaskynjun

Keilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit.



Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vision) og þess vegna með svipaða sjónskynjun og manneskja sem er með rauð/græna litblindu. Menn hafa þrílitaskynjun (e. trichromat vision) og kettir eru með veika þrílitaskynjun. Á svæði sem er um miðbik sjónhimnunnar og svarar til sjóngrófarinnar hjá mönnum, eru aðeins 20% sjónfrumanna keilur hjá hundum en hjá mönnum eru einungis keilur á þessu svæði. Hundar hafa ekki eiginlega sjóngróf en um miðbik sjónhimnunnar er svæði sem kalla má sjónrák (e. visual streak). Sjónrákin er egglaga svæði sem liggur rétt fyrir ofan sjóntaugina og er nokkuð ólík sjóngróf manna. Á þessu svæði sjónhimnunnar er sjónin hvað skörpust hjá mönnum og að öllum líkindum einnig hjá öðrum dýrum.



Mjög einfölduð mynd af skipulagi helstu fruma í sjónhimnunni. Sjónhimnan liggur aftan við augasteininn.

Næmni sjónar

Næmni sjónar er sá hæfileiki augans að greina smáatriði skýrt. Næmnin er háð bæði eiginleikum sjónarinnar og eiginleikum heilans til að túlka það sem ber fyrir augu, ásamt öðrum þáttum. Afar erfitt er að gera mælingar á næmni sjónar dýra, en eftir því sem menn komast næst þá hafa hundar um helmingi næmari sjón en kettir en nokkuð lakari sjón en grasbítar, svo sem hross. Menn eru með 2-3 sinnum betri sjón en hundar.

Nætursjón

Líkt og kettir sjá hundar mun betur í myrkri en við mennirnir. Skýringin á því er sú að hundar hafa mun meira af stöfum en keilum í sjónhimnunni.

Hundar, líkt og önnur rándýr, geta einnig skynjað hreyfingu mun betur en menn. Sennilega skynja þeir til dæmis sjónvarpsútsendingu ekki sem samfellda hreyfimynd eins og við, heldur sem röð af kyrrmyndum. Hundar eru yfirleitt nærsýnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Schäfer hundar hafa að nærsýni að meðaltali -0,86 og Rotweiler -1,77. Vísindamenn meta það svo að hundar sjái hluti í 6 metra fjarlægð svipað skýrt og við sjáum hlut í 20 metra fjarlægð. Hluti í 20 metra fjarlægð sjá hundar hins vegar mjög óskýrt og nánast í þoku.



Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.7.2002

Spyrjandi

Böðvar Steinþórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá hundar?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2612.

Jón Már Halldórsson. (2002, 29. júlí). Hvernig sjá hundar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2612

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá hundar?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sjá hundar?
Litaskynjun

Keilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit.



Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vision) og þess vegna með svipaða sjónskynjun og manneskja sem er með rauð/græna litblindu. Menn hafa þrílitaskynjun (e. trichromat vision) og kettir eru með veika þrílitaskynjun. Á svæði sem er um miðbik sjónhimnunnar og svarar til sjóngrófarinnar hjá mönnum, eru aðeins 20% sjónfrumanna keilur hjá hundum en hjá mönnum eru einungis keilur á þessu svæði. Hundar hafa ekki eiginlega sjóngróf en um miðbik sjónhimnunnar er svæði sem kalla má sjónrák (e. visual streak). Sjónrákin er egglaga svæði sem liggur rétt fyrir ofan sjóntaugina og er nokkuð ólík sjóngróf manna. Á þessu svæði sjónhimnunnar er sjónin hvað skörpust hjá mönnum og að öllum líkindum einnig hjá öðrum dýrum.



Mjög einfölduð mynd af skipulagi helstu fruma í sjónhimnunni. Sjónhimnan liggur aftan við augasteininn.

Næmni sjónar

Næmni sjónar er sá hæfileiki augans að greina smáatriði skýrt. Næmnin er háð bæði eiginleikum sjónarinnar og eiginleikum heilans til að túlka það sem ber fyrir augu, ásamt öðrum þáttum. Afar erfitt er að gera mælingar á næmni sjónar dýra, en eftir því sem menn komast næst þá hafa hundar um helmingi næmari sjón en kettir en nokkuð lakari sjón en grasbítar, svo sem hross. Menn eru með 2-3 sinnum betri sjón en hundar.

Nætursjón

Líkt og kettir sjá hundar mun betur í myrkri en við mennirnir. Skýringin á því er sú að hundar hafa mun meira af stöfum en keilum í sjónhimnunni.

Hundar, líkt og önnur rándýr, geta einnig skynjað hreyfingu mun betur en menn. Sennilega skynja þeir til dæmis sjónvarpsútsendingu ekki sem samfellda hreyfimynd eins og við, heldur sem röð af kyrrmyndum. Hundar eru yfirleitt nærsýnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Schäfer hundar hafa að nærsýni að meðaltali -0,86 og Rotweiler -1,77. Vísindamenn meta það svo að hundar sjái hluti í 6 metra fjarlægð svipað skýrt og við sjáum hlut í 20 metra fjarlægð. Hluti í 20 metra fjarlægð sjá hundar hins vegar mjög óskýrt og nánast í þoku.



Myndir:...