Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?

Ulrika Andersson

Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarðar er á Suðurskautslandinu um 12,6 milljónir km2.



Stærð jökla getur tekið töluverðum breytingum og hún er nátengd veðurfari. Hærra hitastig getur leitt til þess að jöklar bráðna meira en venjulega en ef veðurfar kólnar mikið þá stækka jöklar vegna snjólaga sem setjast fyrir á yfirborði þeirra. Fyrir um 24.000 árum, á hámarki síðasta jökulskeiðs ísaldar, var allt landið ásamt Skandinavíu, Norður-Evrópu og hálfri Norður-Ameríku hulið jökli. Skömmu síðar tóku jöklarnir að bráðna hratt og voru að mestu leyti horfnir fyrir um 7000 árum. Grænlandsjökull er einn eftir af þessum stóru jöklum.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimildir og myndir

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

29.7.2002

Spyrjandi

Lilja Kristinsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2613.

Ulrika Andersson. (2002, 29. júlí). Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2613

Ulrika Andersson. „Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2613>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve stór hluti landsins er hulinn jöklum?
Talið er að rúmlega 10% af þurrlendi Íslands sé hulið jöklum. Vatnajökull, sem er stærsti jökull í Evrópu og eitt stærsta jökulhvel utan heimskautalanda, er um 8300 km2 og hylur um 8% landsins. Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km2 og Hofsjökull er á þriðji stærsti, um 900 km2. Stærsti jökull jarðar er á Suðurskautslandinu um 12,6 milljónir km2.



Stærð jökla getur tekið töluverðum breytingum og hún er nátengd veðurfari. Hærra hitastig getur leitt til þess að jöklar bráðna meira en venjulega en ef veðurfar kólnar mikið þá stækka jöklar vegna snjólaga sem setjast fyrir á yfirborði þeirra. Fyrir um 24.000 árum, á hámarki síðasta jökulskeiðs ísaldar, var allt landið ásamt Skandinavíu, Norður-Evrópu og hálfri Norður-Ameríku hulið jökli. Skömmu síðar tóku jöklarnir að bráðna hratt og voru að mestu leyti horfnir fyrir um 7000 árum. Grænlandsjökull er einn eftir af þessum stóru jöklum.



Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimildir og myndir...