Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?

Björn Þorfinnsson

Flestir sem læra að tefla lenda einhvern tímann í því að andstæðingurinn (sem þá er augljóslega búinn að læra meira) framkvæmir furðulegt bragð þegar framsækið peð hans drepur á einkennilega hátt aðalpeðið á miðborðinu. Þetta getur verið sár lífsreynsla þegar búið er að leika peðinu tvo reiti fram og koma því í ákjósanlega stöðu. Þetta svokallaða bragð nefnist framhjáhlaup og er oft það atriði sem byrjendur eiga hvað erfiðast með að átta sig á.

Reglurnar sem hafa þarf í huga við framhjáhlaup eru eftirfarandi:
  1. Aðeins er hægt að drepa peð andstæðings í framhjáhlaupi ef því hefur verið leikið fram um tvo reiti frá upphafsreit.
  2. Á leið sinni fram um þessa tvo reiti þarf peð andstæðingsins að fara yfir reit sem peðið þitt valdar og enda þannig við hlið peðsins þíns.
  3. Ef skilyrði 1 og 2 eru uppfyllt er hægt að drepa peðið líkt og það hafi bara farið einn reit fram.
  4. Aðeins er hægt að beita framhjáhlaupi í fyrsta leik eftir peðsleik andstæðingsins.

Hér að neðan má sjá þrjár stöðumyndir sem skýra þetta nánar.Ávallt skal hafa í huga að gefist kostur á framhjáhlaupi er ekki þar með sagt að það sé góður leikur. Slíkt verður skákmaðurinn sjálfur að vega og meta.

Höfundur

nemi í viðskiptafræði og skákmaður

Útgáfudagur

29.7.2002

Spyrjandi

Þorbjörn Geir Ólafsson

Tilvísun

Björn Þorfinnsson. „Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2002. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2615.

Björn Þorfinnsson. (2002, 29. júlí). Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2615

Björn Þorfinnsson. „Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2002. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2615>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?
Flestir sem læra að tefla lenda einhvern tímann í því að andstæðingurinn (sem þá er augljóslega búinn að læra meira) framkvæmir furðulegt bragð þegar framsækið peð hans drepur á einkennilega hátt aðalpeðið á miðborðinu. Þetta getur verið sár lífsreynsla þegar búið er að leika peðinu tvo reiti fram og koma því í ákjósanlega stöðu. Þetta svokallaða bragð nefnist framhjáhlaup og er oft það atriði sem byrjendur eiga hvað erfiðast með að átta sig á.

Reglurnar sem hafa þarf í huga við framhjáhlaup eru eftirfarandi:
  1. Aðeins er hægt að drepa peð andstæðings í framhjáhlaupi ef því hefur verið leikið fram um tvo reiti frá upphafsreit.
  2. Á leið sinni fram um þessa tvo reiti þarf peð andstæðingsins að fara yfir reit sem peðið þitt valdar og enda þannig við hlið peðsins þíns.
  3. Ef skilyrði 1 og 2 eru uppfyllt er hægt að drepa peðið líkt og það hafi bara farið einn reit fram.
  4. Aðeins er hægt að beita framhjáhlaupi í fyrsta leik eftir peðsleik andstæðingsins.

Hér að neðan má sjá þrjár stöðumyndir sem skýra þetta nánar.Ávallt skal hafa í huga að gefist kostur á framhjáhlaupi er ekki þar með sagt að það sé góður leikur. Slíkt verður skákmaðurinn sjálfur að vega og meta....