Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu hollir eru bananar?

Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki.

Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir. Bananar koma upphaflega frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er.

Næringargildi í 100 g
Orka90 kcal
Prótein1,2 g
Fita0,3 g
Kólesteról0 g
Kolvetni20,2 g
Trefjar1,8 g

Frekara lesefni á Vísindavefnum:
  • Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi? eftir Ívar Daða Þorvaldsson
  • Heimildir og mynd:

    Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
    Hversu hollir eru bananar? Hvaða vítamín eru í þeim? hvað eru margar kaloríur í 100g?


    Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Útgáfudagur

16.6.2008

Spyrjandi

Guðlaugur Guðjónsson

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Aníta Hinriksdóttir og Andrea Sif Sigurðardóttir. „Hversu hollir eru bananar?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2008. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=26179.

Aníta Hinriksdóttir og Andrea Sif Sigurðardóttir. (2008, 16. júní). Hversu hollir eru bananar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26179

Aníta Hinriksdóttir og Andrea Sif Sigurðardóttir. „Hversu hollir eru bananar?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2008. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26179>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.