Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta A-, B- og E-vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum eins og fosfóri, járni, kalki og sinki.
Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir. Bananar koma upphaflega frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er.
| Næringargildi í 100 g | |
|---|---|
| Orka | 90 kcal |
| Prótein | 1,2 g |
| Fita | 0,3 g |
| Kólesteról | 0 g |
| Kolvetni | 20,2 g |
| Trefjar | 1,8 g |
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi? eftir Ívar Daða Þorvaldsson Heimildir og mynd:
- Bananar.is
- Dagur, 5.5.1954.
- Matís, næringargildistafla yfir ávexti
- Íslenska Alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur. 1990.
- The Moterload
Hversu hollir eru bananar? Hvaða vítamín eru í þeim? hvað eru margar kaloríur í 100g?
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.