Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?

Aðmírálsfiðrildi eru nokkrar tegundir innan ættarinnar nymphalidae (Lepidoptera). Þetta eru hraðfleyg skordýr og mjög í uppáhaldi hjá söfnurum vegna þess hversu litskrúðug þau eru. Að öllum líkindum er rauði aðmírállinn (Vanessa atalanta) kunnast af þessum fiðrildum vegna þess hversu mikla útbreiðslu það hefur. Það finnst meðal annars um nánast alla Evrópu, Norður-Ameríku og norðanverða Afríku.

Rauði aðmírállinn er farskordýr, þegar kólna tekur á haustin fer fiðrildið suður á bóginn líkt og farfuglar gera á tempruðu svæðunum norðan miðbaugs.

Lirfa rauða aðmírálsins gerir sér púpu með því að líma saman lauf af netlum með silkiþráðum. Lirfan spinnur silkiþræðina með þar til gerðum spunavörtum. Aðrar tegundir aðmírálsfiðrilda nota sömu aðferð við gerð púpa en sækjast í aðrar tegundir af jurtum til að púpa sig á.

Þess má geta að rauði aðmírállinn flækist oft hingað til lands í sunnanvindum á sumrin.Skoðið einnig svör Gísla Más Gíslasonar við eftirfarandi spurningum

Myndin er fengin af vefsíðunni Butterfly Ireland

Útgáfudagur

31.7.2002

Spyrjandi

Ester Guðbjörnsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2002. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2621.

Jón Már Halldórsson. (2002, 31. júlí). Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2621

Jón Már Halldórsson. „Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2002. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2621>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.