Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?

Guðrún Kvaran



Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar:

  • eg hef
  • þú hefr
  • hann/hún hefr

en hins vegar:

  • eg hefi
  • þú hefir
  • hann/hún hefir

Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur og hann/hún hefur.

Lengi framan af öldum var ruglingur á því hvernig farið var með beyginguna. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er 1. persóna eintölu til dæmis oftast hefi en 2. og 3. persóna hefur. Guðbrandur notaði Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar (1540) í Biblíu sína og breytti oftast hefir hjá Oddi í hefur. Þetta gæti bent til þess að myndin hefur hafi verið algengari í lok 16. aldar, að minnsta kosti í 2. og 3. persónu.

Mönnum ber ekki saman um hvernig á þessum tvímyndum stendur. Nútíð eintölu ætti í raun að vera *hafi (samanber dugi, þori, trúi). Sumir telja að myndin hefi sé til komin fyrir áhrif frá stuttstofna ja-sögnum eins og krefja (ég kref) og þá samrunamynd úr *hafi og hef. Aðrir telja líklegra að sögnin hefja, sem er sterk og beygist eftir 5. flokki hafi haft áhrif á myndun nútíðarinnar hef.

Í nútímamáli er langalgengast að nota beyginguna ég hef, þú hefur, hann/hún hefur. Þó má stöku sinnum sjá hina beyginguna á prenti og í töluðu máli, einkum hjá eldra fólki. Í kennslubókum í málfræði frá því snemma á 20. öld kenndu sumir beyginguna ég hef aðrir ég hefi og er ekki ólíklegt að menn hafi haldið því sem þeir lærðu ungir.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.8.2002

Spyrjandi

Heimir Freyr Viðarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2622.

Guðrún Kvaran. (2002, 1. ágúst). Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2622

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?


Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar:

  • eg hef
  • þú hefr
  • hann/hún hefr

en hins vegar:

  • eg hefi
  • þú hefir
  • hann/hún hefir

Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur og hann/hún hefur.

Lengi framan af öldum var ruglingur á því hvernig farið var með beyginguna. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er 1. persóna eintölu til dæmis oftast hefi en 2. og 3. persóna hefur. Guðbrandur notaði Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar (1540) í Biblíu sína og breytti oftast hefir hjá Oddi í hefur. Þetta gæti bent til þess að myndin hefur hafi verið algengari í lok 16. aldar, að minnsta kosti í 2. og 3. persónu.

Mönnum ber ekki saman um hvernig á þessum tvímyndum stendur. Nútíð eintölu ætti í raun að vera *hafi (samanber dugi, þori, trúi). Sumir telja að myndin hefi sé til komin fyrir áhrif frá stuttstofna ja-sögnum eins og krefja (ég kref) og þá samrunamynd úr *hafi og hef. Aðrir telja líklegra að sögnin hefja, sem er sterk og beygist eftir 5. flokki hafi haft áhrif á myndun nútíðarinnar hef.

Í nútímamáli er langalgengast að nota beyginguna ég hef, þú hefur, hann/hún hefur. Þó má stöku sinnum sjá hina beyginguna á prenti og í töluðu máli, einkum hjá eldra fólki. Í kennslubókum í málfræði frá því snemma á 20. öld kenndu sumir beyginguna ég hef aðrir ég hefi og er ekki ólíklegt að menn hafi haldið því sem þeir lærðu ungir.



Mynd: HB...