Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?

Jón Már Halldórsson

Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðarfugl (Somateria mollissima), sem er mjög algengur við strendur Íslands, sé hraðfleygastur og geti náð 76 km hraða á klukkustund. Aðrir fullyrða að svölungur hafi mælst á 170 km hraða í láréttu flugi.

Enginn vafi leikur þó á því að förufálkinn (Falco peregrinus) nær mestum hraða allra fugla þegar hann steypir sér niður á bráð. Mælingar hafa sýnt að hann nái rúmlega 200 km hraða, sumir telja hraðann vera um 360 km.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum



Heimildir og mynd

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.8.2002

Spyrjandi

Gunnar Hallgrímsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2629.

Jón Már Halldórsson. (2002, 6. ágúst). Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2629

Jón Már Halldórsson. „Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2629>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?
Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðarfugl (Somateria mollissima), sem er mjög algengur við strendur Íslands, sé hraðfleygastur og geti náð 76 km hraða á klukkustund. Aðrir fullyrða að svölungur hafi mælst á 170 km hraða í láréttu flugi.

Enginn vafi leikur þó á því að förufálkinn (Falco peregrinus) nær mestum hraða allra fugla þegar hann steypir sér niður á bráð. Mælingar hafa sýnt að hann nái rúmlega 200 km hraða, sumir telja hraðann vera um 360 km.

Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum



Heimildir og mynd

...