Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðarfugl (Somateria mollissima), sem er mjög algengur við strendur Íslands, sé hraðfleygastur og geti náð 76 km hraða á klukkustund. Aðrir fullyrða að svölungur hafi mælst á 170 km hraða í láréttu flugi.
Enginn vafi leikur þó á því að förufálkinn (Falco peregrinus) nær mestum hraða allra fugla þegar hann steypir sér niður á bráð. Mælingar hafa sýnt að hann nái rúmlega 200 km hraða, sumir telja hraðann vera um 360 km.
Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum- Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi? eftir Örnólf Thorlacius
- Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvað hleypur strúturinn hratt? eftir JMH
Heimildir og mynd