Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýtur niður frumuveggi gerla.
Górilla sleikir sár sín.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Royal London School of Medicine inniheldur munnvatn spendýra (þar á meðal okkar mannanna) talsvert magn af nítríti sem gengur í samband við súrefni og myndar efnasambandið nítrítoxíð sem er afar öflugur gerlabani.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2002, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2633.
Jón Már Halldórsson. (2002, 7. ágúst). Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2633
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2002. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2633>.