Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þeirra, sem eru brjóstvöðvarnir. Í köldu veðri getur varmatap verið mikið og til að forðast það halda fuglar öðrum fætinum iðulega þétt að skrokknum þar sem mestur varmi er og mikið af mjúkum dúnfjöðrum.
Fuglar í heitu loftslagi gera slíkt hið sama og að mati fræðimanna þjónar það sama tilgangi. Flamingóar, sem meðal annars lifa í Afríku, eru þekktir fyrir að standa á öðrum fæti.
Jón Már Halldórsson. „Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2002, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2635.
Jón Már Halldórsson. (2002, 8. ágúst). Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2635
Jón Már Halldórsson. „Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2002. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2635>.