Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana.

Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun melaníns, sem er litarefnið sem gefur húð okkar dökkan lit. Talið er að einn af hverjum 20.000 sé hvítingi og er það algjörlega óháð kynþætti.

Einkenni albínisma eru mjólkurhvít húð, sem getur orðið bleikkennd vegna undirliggjandi æða. Ýmsir sjóngallar hrjá oft albínóa, svo sem astigmatisma og ljósfælni, sem er ofurviðkvæmni gagnvart ljósi. Albínóum er afar hætt við sólbruna og þeir eru þess vegna í áhættuhóp gagnvart húðkrabbameini.

Tíðni albínisma er ekki þekkt meðal annarra dýrategunda en manninum. Miklar líkur eru á því, meðal annars vegna sjóngalla sem fylgja albínísma, að lífslíkur villtra hvítingja séu mun lægri en einstaklinga sem hafa ekki kvillann.Heimildir og myndir
  • Kuras T., Konvicka M. og Benes J. "Different frequencies of partial albinism in populations of alpine butterflies of different size and connectivity (Erebia: Nymphalidae, Satyrinae)". Biologia 56:5, 503-512, október 2001.
  • Britannica
  • Burke’s Backyard
  • Cas Bulletin

Útgáfudagur

12.8.2002

Spyrjandi

Elma Rún Benediktsdóttir, f. 1986

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2002. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2640.

Jón Már Halldórsson. (2002, 12. ágúst). Finnast albínóar meðal allra dýrategunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2640

Jón Már Halldórsson. „Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2002. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2640>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.