Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var eldspýtan fundin upp?

Ulrika Andersson

Árið 1805 var fyrst reynt að kveikja eld með nokkurs konar eldspýtu. Þá uppgötvaði Frakkinn Jean Chancel að ef mjórri spýtu með blöndu af kalíumklórati, sykri og gúmmí var stungið ofan í brennisteinssýru, kviknaði á spýtunni.

Áður hafði eldur verið kveiktur með ýmsum hætti. Hægt var að kveikja í eldfimu efni með núningi sem framkallar hita, til að mynda með því að snúa grannri spýtu ótt og títt ofan í holu á fjöl. Auk þess mátti fá neista með því að slá saman stáli eða tinnusteini og einnig mátti kveikja eld með því að safna sólargeislum í brennipunkt með stækkunargleri.

Í tengslum við nýjar uppgötvanir í efnafræði var eldspýtnarannsóknum haldið áfram á nítjándu öld. Þróun eldspýtunnar vakti mikinn áhuga á þessum tíma og margir reyndu að gera eldspýtuna neytendavæna. Oft náðist lítill árangur í þessum tilraunum og gat verið erfitt að kveikja á spýtunum. Efnin sem notuð voru lyktuðu einnig afar illa. Englendingur að nafni Samuel Jones fékk einkaleyfi á eldspýtu sem hann nefni „Eld Prómeþeifs“, árið 1828. Eldspýta Jones leit út eins og glerperla og í henni var sýra. Um perluna var vafið eldfimu efni. Þegar perlan var brotin brann efnið umhverfis hana.

Enski efnafræðingurinn John Walker fann upp fyrstu eldspýtuna sem hægt var að kveikja á með núningi. Hann seldi sínar fyrstu spýtur, sem hann nefndi „Núningsljós“, sjöunda apríl 1827. Núningsljósið var spýta þakin með blöndu af kalíumklórati, antímoni og súlfíði á öðrum endanum. Þegar eldspýtunni var strokð við sandpappír kviknaði í blöndunni.

Nokkrum árum síðar notaði Frakkinn Charles Sauria gulan eða hvítan fosfór sem kveikiefni í eldspýtur. Hvítur fosfór geymdist vel og þótti þess vegna henta vel í eldspýtur. Eldspýtur Sauria voru mjög vinsælar fram yfir þar síðustu aldamót, en þá kom í ljós að fólk sem starfaði við framleiðslu á spýtunum varð fyrir eitrun af völdum. Í stað hvíta fosfórsins varð rauður fosfór algengur meðal eldspýtnaframleiðanda.

Í svokölluðum öryggiseldspýtum sem eru algengar í dag eru kveikiefnin bæði á eldspýtunni og strokfletinum. Til að kveikja á spýtunni þarf þess vegna að strjúka henni við réttan flöt. Fyrstu öryggiseldspýturnar voru þróaðar í Svíþjóð af J. E. Lundström og bróður hans. Lundström fékk einkaleyfi á framleiðslu eldspýtunnar árið 1855.



Heimild og mynd



Mynd af eldspýtu: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

13.8.2002

Spyrjandi

Anna Björk Sigurðardóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvenær var eldspýtan fundin upp?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2642.

Ulrika Andersson. (2002, 13. ágúst). Hvenær var eldspýtan fundin upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2642

Ulrika Andersson. „Hvenær var eldspýtan fundin upp?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2642>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var eldspýtan fundin upp?
Árið 1805 var fyrst reynt að kveikja eld með nokkurs konar eldspýtu. Þá uppgötvaði Frakkinn Jean Chancel að ef mjórri spýtu með blöndu af kalíumklórati, sykri og gúmmí var stungið ofan í brennisteinssýru, kviknaði á spýtunni.

Áður hafði eldur verið kveiktur með ýmsum hætti. Hægt var að kveikja í eldfimu efni með núningi sem framkallar hita, til að mynda með því að snúa grannri spýtu ótt og títt ofan í holu á fjöl. Auk þess mátti fá neista með því að slá saman stáli eða tinnusteini og einnig mátti kveikja eld með því að safna sólargeislum í brennipunkt með stækkunargleri.

Í tengslum við nýjar uppgötvanir í efnafræði var eldspýtnarannsóknum haldið áfram á nítjándu öld. Þróun eldspýtunnar vakti mikinn áhuga á þessum tíma og margir reyndu að gera eldspýtuna neytendavæna. Oft náðist lítill árangur í þessum tilraunum og gat verið erfitt að kveikja á spýtunum. Efnin sem notuð voru lyktuðu einnig afar illa. Englendingur að nafni Samuel Jones fékk einkaleyfi á eldspýtu sem hann nefni „Eld Prómeþeifs“, árið 1828. Eldspýta Jones leit út eins og glerperla og í henni var sýra. Um perluna var vafið eldfimu efni. Þegar perlan var brotin brann efnið umhverfis hana.

Enski efnafræðingurinn John Walker fann upp fyrstu eldspýtuna sem hægt var að kveikja á með núningi. Hann seldi sínar fyrstu spýtur, sem hann nefndi „Núningsljós“, sjöunda apríl 1827. Núningsljósið var spýta þakin með blöndu af kalíumklórati, antímoni og súlfíði á öðrum endanum. Þegar eldspýtunni var strokð við sandpappír kviknaði í blöndunni.

Nokkrum árum síðar notaði Frakkinn Charles Sauria gulan eða hvítan fosfór sem kveikiefni í eldspýtur. Hvítur fosfór geymdist vel og þótti þess vegna henta vel í eldspýtur. Eldspýtur Sauria voru mjög vinsælar fram yfir þar síðustu aldamót, en þá kom í ljós að fólk sem starfaði við framleiðslu á spýtunum varð fyrir eitrun af völdum. Í stað hvíta fosfórsins varð rauður fosfór algengur meðal eldspýtnaframleiðanda.

Í svokölluðum öryggiseldspýtum sem eru algengar í dag eru kveikiefnin bæði á eldspýtunni og strokfletinum. Til að kveikja á spýtunni þarf þess vegna að strjúka henni við réttan flöt. Fyrstu öryggiseldspýturnar voru þróaðar í Svíþjóð af J. E. Lundström og bróður hans. Lundström fékk einkaleyfi á framleiðslu eldspýtunnar árið 1855.



Heimild og mynd



Mynd af eldspýtu: HB...