Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað eru blóðdemantar?

Björk Magnúsdóttir

Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar.

Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Orðið blóðdemantar er greinlega tengt blóðpeningum. Blóðdemantar eru venjulegir demantar sem finnast í námum í Afríku á svæðum þar sem stríð geisa. Demantarnir eru síðan seldir á leynilegum markaði og þaðan til skartgripasala og loks til almennra kaupenda.

Djimon Hounsou í hlutverki Solomon Vandy í kvikmyndinni Blood Diamonds frá 2006.

Það eru þrælar sem leita að þessum demöntum í Afríku. Demantar eru mjög dýrir og stór hluti söluandvirðis blóðdemanta er notað til að fjármagna stríð í Afríku. Þeir sem kaupa þessa demanta eru beint eða óbeint að styðja við stríð. Skargripahönnuðir sem nota demanta í gripi sína hafa sumir tekið upp á því að láta upprunavottorð fylgja með hverjum seldum demanti. Í upprunavottorðinu kemur fram hvar demanturinn fannst og að það hafi ekki verið á átakasvæðum.

Mikil herferð er í gangi gegn sölu blóðdemanta en hún gengur því miður ekki alveg sem skyldi því að alltaf eru einhverjir sem vilja kaupa þessa demanta. Best væri ef allir hættu að kaupa blóðdemanta því þá selst varan ekki og minna fjármagn fer í stríðsrekstur.

Gerð var mynd um blóðdemanta árið 2006. Leikstjóri hennar var Edward Zwick og með aðalhlutverk fóru Leonardo DiCaprio, Djimon Hounsou og Jennifer Connely. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Myndin gerist í Síerra Leóne í borgarastríðinu árið 1999 og sýnir þegar landið klofnar vegna átaka milli ríkisstjórnarhermanna og uppreisnarherja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um demanta:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.6.2008

Spyrjandi

Guðmundur Gauti, f. 1995
Árni Breki, f. 1995

Tilvísun

Björk Magnúsdóttir. „Hvað eru blóðdemantar?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2008. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26425.

Björk Magnúsdóttir. (2008, 12. júní). Hvað eru blóðdemantar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26425

Björk Magnúsdóttir. „Hvað eru blóðdemantar?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2008. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru blóðdemantar?
Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar.

Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Orðið blóðdemantar er greinlega tengt blóðpeningum. Blóðdemantar eru venjulegir demantar sem finnast í námum í Afríku á svæðum þar sem stríð geisa. Demantarnir eru síðan seldir á leynilegum markaði og þaðan til skartgripasala og loks til almennra kaupenda.

Djimon Hounsou í hlutverki Solomon Vandy í kvikmyndinni Blood Diamonds frá 2006.

Það eru þrælar sem leita að þessum demöntum í Afríku. Demantar eru mjög dýrir og stór hluti söluandvirðis blóðdemanta er notað til að fjármagna stríð í Afríku. Þeir sem kaupa þessa demanta eru beint eða óbeint að styðja við stríð. Skargripahönnuðir sem nota demanta í gripi sína hafa sumir tekið upp á því að láta upprunavottorð fylgja með hverjum seldum demanti. Í upprunavottorðinu kemur fram hvar demanturinn fannst og að það hafi ekki verið á átakasvæðum.

Mikil herferð er í gangi gegn sölu blóðdemanta en hún gengur því miður ekki alveg sem skyldi því að alltaf eru einhverjir sem vilja kaupa þessa demanta. Best væri ef allir hættu að kaupa blóðdemanta því þá selst varan ekki og minna fjármagn fer í stríðsrekstur.

Gerð var mynd um blóðdemanta árið 2006. Leikstjóri hennar var Edward Zwick og með aðalhlutverk fóru Leonardo DiCaprio, Djimon Hounsou og Jennifer Connely. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu leikara í aðal- og aukahlutverkum. Myndin gerist í Síerra Leóne í borgarastríðinu árið 1999 og sýnir þegar landið klofnar vegna átaka milli ríkisstjórnarhermanna og uppreisnarherja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum um demanta:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....