Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík

Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?

Ulrika Andersson
Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið Himalaja er úr sanskrít og myndað af orðunum ‘hima’ sem merkir snjór og ‘laya’ sem þýðir heimkynni.

Fyrir um 180 milljónum árum var sjór þar sem Himalajafjallgarðurinn er núna. Þá var Indlandsskaginn ekki hluti af meginlandi Asíu, og á milli hans og meginlandsins var haf. Vegna stöðugra hreyfinga í jarðskorpunni færðist Indlandsskagi nær meginlandinu og fyrir um 50 milljónum ára hóf hann að ýta á móti meginlandi Asíu og land reis. Fyrst myndaðist Tíbeska-hásléttan í norðri. Fyrir um 30 milljónum ára fóru fjöllin sífellt hækkandi og það er í raun aðeins undanfarin 600.000 ár sem fjöllin í Himalaja hafa verið þau hæstu í heiminum.

Himalajafjallgarðurinn er um 2500 kílómetra langur og 300-400 kílómetra breiður. Hann er semsagt rúmlega 6 sinnum stærri en Ísland. Hæstu fjöllin eru í norðri og þar er veðurfarið frekar þurrt og kalt. Í suðri er veðurfarið heittemprað og rakt og fjöllin yfirleitt ekki hærri en 3000 metrar.

Í fjallgarðinum búa um 40 milljónir manna. Tíbeskir munkar eru fjölmennastir í norðri en í suðri eru mest af hindúum frá Indlandi. Í austurhluta Himalaja eru menningaráhrif frá Kína ríkjandi en í vestri gætir sterkra áhrifa frá Íran og Afganistan. Flestir sem búa í Himalaja eru fátækir bændur. Þeir rækta meðal annars hrísgrjón, hveiti, te og kartöflur.Heimildir og myndir

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

15.8.2002

Spyrjandi

Hlín Önnudóttir, f. 1990

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2002. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2648.

Ulrika Andersson. (2002, 15. ágúst). Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2648

Ulrika Andersson. „Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2002. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2648>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið Himalaja er úr sanskrít og myndað af orðunum ‘hima’ sem merkir snjór og ‘laya’ sem þýðir heimkynni.

Fyrir um 180 milljónum árum var sjór þar sem Himalajafjallgarðurinn er núna. Þá var Indlandsskaginn ekki hluti af meginlandi Asíu, og á milli hans og meginlandsins var haf. Vegna stöðugra hreyfinga í jarðskorpunni færðist Indlandsskagi nær meginlandinu og fyrir um 50 milljónum ára hóf hann að ýta á móti meginlandi Asíu og land reis. Fyrst myndaðist Tíbeska-hásléttan í norðri. Fyrir um 30 milljónum ára fóru fjöllin sífellt hækkandi og það er í raun aðeins undanfarin 600.000 ár sem fjöllin í Himalaja hafa verið þau hæstu í heiminum.

Himalajafjallgarðurinn er um 2500 kílómetra langur og 300-400 kílómetra breiður. Hann er semsagt rúmlega 6 sinnum stærri en Ísland. Hæstu fjöllin eru í norðri og þar er veðurfarið frekar þurrt og kalt. Í suðri er veðurfarið heittemprað og rakt og fjöllin yfirleitt ekki hærri en 3000 metrar.

Í fjallgarðinum búa um 40 milljónir manna. Tíbeskir munkar eru fjölmennastir í norðri en í suðri eru mest af hindúum frá Indlandi. Í austurhluta Himalaja eru menningaráhrif frá Kína ríkjandi en í vestri gætir sterkra áhrifa frá Íran og Afganistan. Flestir sem búa í Himalaja eru fátækir bændur. Þeir rækta meðal annars hrísgrjón, hveiti, te og kartöflur.Heimildir og myndir...