Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Þorbjörg Jensdóttir og Peter Holbrook (1949-2024)

Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda.

Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og nefnist hann glerungseyðing, einnig nefndur sýrueyðing. Þessi tannsjúkdómur er óskyldur tannskemmdum og verður eingöngu til af sýru, en sýran leysir glerunginn upp og slípar tönnina niður.

Glerungseyðing er óafturkræfur sjúkdómur og helstu einkenni hans er mikil næmni fyrir hita og kulda og síðar sársauki. Sykurlausir gosdrykkir innihalda sýru eins og sykruðu drykkirnir og eru því jafn slæmir fyrir tennurnar.

Í stuttu máli þá eru sykurlausir drykkir skárri með tilliti til tannskemmda (tannátu), en jafn slæmir og sykruðu drykkirnir með tilliti til glerungseyðingar (sýrueyðingar).

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:



Mynd: HB

Höfundar

næringarfræðingur

prófessor emeritus í tannlækningum við HÍ

Útgáfudagur

16.8.2002

Spyrjandi

Jón Ómar Gunnarsson

Tilvísun

Þorbjörg Jensdóttir og Peter Holbrook (1949-2024). „Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2651.

Þorbjörg Jensdóttir og Peter Holbrook (1949-2024). (2002, 16. ágúst). Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2651

Þorbjörg Jensdóttir og Peter Holbrook (1949-2024). „Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2651>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda.

Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og nefnist hann glerungseyðing, einnig nefndur sýrueyðing. Þessi tannsjúkdómur er óskyldur tannskemmdum og verður eingöngu til af sýru, en sýran leysir glerunginn upp og slípar tönnina niður.

Glerungseyðing er óafturkræfur sjúkdómur og helstu einkenni hans er mikil næmni fyrir hita og kulda og síðar sársauki. Sykurlausir gosdrykkir innihalda sýru eins og sykruðu drykkirnir og eru því jafn slæmir fyrir tennurnar.

Í stuttu máli þá eru sykurlausir drykkir skárri með tilliti til tannskemmda (tannátu), en jafn slæmir og sykruðu drykkirnir með tilliti til glerungseyðingar (sýrueyðingar).

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:



Mynd: HB...