Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Jón Már Halldórsson

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn.

Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar snökt, grát eða öskur þegar þeir eru aðskildir frá móður sinni eða einhverjum öðrum nákomnum. Jane Goddall er ekki í neinum vafa um að hér sé um grát að ræða, líkt og hjá kornabörnum. Ungviði annarra spendýra virðast sýna svipuð viðbrögð. Þegar rottuungi fellur úr bælinu gefur hann frá sér hljóð sem líkist mjög væli ungbarna. Hljóðið fangar athygli móðurinnar og hún nær samstundis í ungann. Að mati bandaríska sálfræðingsins Jaak Panksepp eru slík hljóð tjáskipti í sinni einföldustu mynd.

Það virðist vera nokkuð augljóst að dýr sýna tilfinningar eins og reiði, gleði og hryggð, en í stað þess að gráta tjá þau sorg sína með hljóðum. Í bókinni When Elephants Weep, merkustu bók sem skrifuð hefur verið um tilfinningalíf dýra síðan Charles Darwin fjallaði um það efni á 19. öld, segir bandaríski sálfræðingurinn Jeffrey Masson frá sorgarviðbrögðum dýra. Hann fjallar þar um fjölda tilvika þar sem dýr sýna greinilega hryggð og gefa frá sér regluleg hljóð sem líkjast snökti barna.

Rökin fyrir tilfinningaleysi dýra hafa snúist um það að með því að eigna dýrum ákveðnar tilfinningar sé verið að manngera þau. Með þess háttar röksemdafærslu er algjörlega litið fram hjá því að grunngeðshræringar eins og sorg og reiði, eru eflaust upprunnar hjá einhverjum forföður okkar í dýraríkinu en ekki hjá manninum.



Skoðið einnig svar Jakobs Smára við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk?

Heimildir, mynd og frekara lesefni
  • Masson, Jeffrey Moussaieff og McCarthy, Susan, When Elephants Weep: The Emotional Lives of Animals, Cape, London, 1994.
  • Discover
  • WonderQuest

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.8.2002

Spyrjandi

Sunnefa Þórarinsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2655.

Jón Már Halldórsson. (2002, 19. ágúst). Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2655

Jón Már Halldórsson. „Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2655>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?
Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn.

Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar snökt, grát eða öskur þegar þeir eru aðskildir frá móður sinni eða einhverjum öðrum nákomnum. Jane Goddall er ekki í neinum vafa um að hér sé um grát að ræða, líkt og hjá kornabörnum. Ungviði annarra spendýra virðast sýna svipuð viðbrögð. Þegar rottuungi fellur úr bælinu gefur hann frá sér hljóð sem líkist mjög væli ungbarna. Hljóðið fangar athygli móðurinnar og hún nær samstundis í ungann. Að mati bandaríska sálfræðingsins Jaak Panksepp eru slík hljóð tjáskipti í sinni einföldustu mynd.

Það virðist vera nokkuð augljóst að dýr sýna tilfinningar eins og reiði, gleði og hryggð, en í stað þess að gráta tjá þau sorg sína með hljóðum. Í bókinni When Elephants Weep, merkustu bók sem skrifuð hefur verið um tilfinningalíf dýra síðan Charles Darwin fjallaði um það efni á 19. öld, segir bandaríski sálfræðingurinn Jeffrey Masson frá sorgarviðbrögðum dýra. Hann fjallar þar um fjölda tilvika þar sem dýr sýna greinilega hryggð og gefa frá sér regluleg hljóð sem líkjast snökti barna.

Rökin fyrir tilfinningaleysi dýra hafa snúist um það að með því að eigna dýrum ákveðnar tilfinningar sé verið að manngera þau. Með þess háttar röksemdafærslu er algjörlega litið fram hjá því að grunngeðshræringar eins og sorg og reiði, eru eflaust upprunnar hjá einhverjum forföður okkar í dýraríkinu en ekki hjá manninum.



Skoðið einnig svar Jakobs Smára við spurningunni Hvers vegna reiðist fólk?

Heimildir, mynd og frekara lesefni
  • Masson, Jeffrey Moussaieff og McCarthy, Susan, When Elephants Weep: The Emotional Lives of Animals, Cape, London, 1994.
  • Discover
  • WonderQuest
...