Sólin Sólin Rís 08:18 • sest 18:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 25:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:06 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:24 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Hvar eru kóngulær á veturna?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningu Önnu Andrésdóttur og Axels Fannars: Hvað er algengt að kóngulær lifi lengi?
Á Íslandi lifa kóngulær að jafnaði í eitt til tvö ár. Í hitabeltislöndum verða kóngulær mun eldri; tarantúlur geta til að mynda orðið 15 ára.Kóngulær verða kynþroska eftir að síðustu hamskiptum er lokið. Karldýr skipta sjaldnar um ham en kvendýr. Þegar karlarnir verða kynþroska fara þeir á flakk og leita sér að vænlegum maka. Þeir maka sig nokkrum sinnum og deyja skömmu síðar. Kvendýrin bera eggin og verða nokkuð eldri en karldýrin. Á Íslandi eru kóngulær mest á ferli á mökunartímanum, í apríl- og maímánuði. Sumar tegundir maka sig þó á haustin. Kóngulær nokkurra tegunda sem koma í heiminn að vori ná að verða kynþroska að hausti sama ár.

Yfir háveturinn hafa kóngulær hægt um sig einhvers staðar í jarðveginum eða í híbýlum manna. Nokkrar tegundir svonefndra voðkóngulóa verða þó kynþroska að vetri til og þá fara karldýrin á flakk.

Líffræðingar nota oft fallgildrur til að veiða dýr sem eru á ferli á yfirborði jarðvegs. Gildrurnar eru þannig gerðar að lítið ílát er grafið ofan í jarðveginn hvort sem er í gróðursverði eða á gróðursnauðu landi. Ílátin eru annað hvort höfð tóm eða hálffyllt af geymsluvökva. Í vökvanum er vanalega 5% formalínblanda og nokkrir dropar af þvottalegi sem minnkar yfirborðsspennu blöndunnar og tryggir að smádýrin sem lenda í gildrunni falla til botns. Fjölmargar tegundir kóngulóa veiðast í gildrurnar allan ársins hring, til dæmis móaló (Rhaebothorax morulus). Minnst veiðist þó af henni yfir háveturinn en mest á vorin yfir mökunartímann. Það gefur til kynna að dýr þessarar tegundar séu á ferli yfir háveturinn en þó miklu minna en ella.Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimild og mynd
  • Ingi Agnarsson, Íslenskar köngulær, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík, 1996.
  • Nafoku

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.8.2002

Spyrjandi

Brynjar Örn Reynisson, f. 1988
Bergný Sævarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru kóngulær á veturna?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2002. Sótt 15. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=2658.

Jón Már Halldórsson. (2002, 29. ágúst). Hvar eru kóngulær á veturna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2658

Jón Már Halldórsson. „Hvar eru kóngulær á veturna?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2658>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar eru kóngulær á veturna?

Hér er einnig svarað spurningu Önnu Andrésdóttur og Axels Fannars: Hvað er algengt að kóngulær lifi lengi?
Á Íslandi lifa kóngulær að jafnaði í eitt til tvö ár. Í hitabeltislöndum verða kóngulær mun eldri; tarantúlur geta til að mynda orðið 15 ára.Kóngulær verða kynþroska eftir að síðustu hamskiptum er lokið. Karldýr skipta sjaldnar um ham en kvendýr. Þegar karlarnir verða kynþroska fara þeir á flakk og leita sér að vænlegum maka. Þeir maka sig nokkrum sinnum og deyja skömmu síðar. Kvendýrin bera eggin og verða nokkuð eldri en karldýrin. Á Íslandi eru kóngulær mest á ferli á mökunartímanum, í apríl- og maímánuði. Sumar tegundir maka sig þó á haustin. Kóngulær nokkurra tegunda sem koma í heiminn að vori ná að verða kynþroska að hausti sama ár.

Yfir háveturinn hafa kóngulær hægt um sig einhvers staðar í jarðveginum eða í híbýlum manna. Nokkrar tegundir svonefndra voðkóngulóa verða þó kynþroska að vetri til og þá fara karldýrin á flakk.

Líffræðingar nota oft fallgildrur til að veiða dýr sem eru á ferli á yfirborði jarðvegs. Gildrurnar eru þannig gerðar að lítið ílát er grafið ofan í jarðveginn hvort sem er í gróðursverði eða á gróðursnauðu landi. Ílátin eru annað hvort höfð tóm eða hálffyllt af geymsluvökva. Í vökvanum er vanalega 5% formalínblanda og nokkrir dropar af þvottalegi sem minnkar yfirborðsspennu blöndunnar og tryggir að smádýrin sem lenda í gildrunni falla til botns. Fjölmargar tegundir kóngulóa veiðast í gildrurnar allan ársins hring, til dæmis móaló (Rhaebothorax morulus). Minnst veiðist þó af henni yfir háveturinn en mest á vorin yfir mökunartímann. Það gefur til kynna að dýr þessarar tegundar séu á ferli yfir háveturinn en þó miklu minna en ella.Skoðið einnig svör við eftirfarandi spurningum

Heimild og mynd
  • Ingi Agnarsson, Íslenskar köngulær, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík, 1996.
  • Nafoku
...