Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?
Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð:

NútíðÞátíð
1.p.et.bregðbrá
2.p.et.bregðurbrást
3.p.et.bregðurbrá
1.p.ft.bregðumbrugðum
2.p.ft.bregðiðbrugðuð
3.p.ft.bregðabrugðu

Sambandið að bregða einhverjum er vel þekkt, meðal annars í glímu, um að gera tilraun til að fella einhvern. Sambandið að láta einhverjum bregða merkir að 'láta einhvern hrökkva við', til dæmis ,,lét ég þér bregða?" Þessum samböndum slær oft saman, einkum í máli barna, þannig að sagt er t.d. ,,ég ætlaði ekki að bregða þér," það er 'láta þig hrökkva við' eða ,,brá ég þér?" 'lét ég þig hrökkva við'. Ein ástæða þess að þátíð er sjaldan notuð í annarri persónu eintölu er að sambandið þú brást mér merkir yfirleitt 'þú hefur svikið mig' og sambandið þú brást mér það er 'lést mér bregða' gæti valdið misskilningi. Réttara er að segja: ,,þú lést mér bregða", ,,hann lét mér bregða", ,,þeir létu mér bregða", ,,lét ég þér bregða?" og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.8.2002

Spyrjandi

Þór Sæþórsson, Sigtryggur Sveinn Pétursson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2002, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2660.

Guðrún Kvaran. (2002, 21. ágúst). Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2660

Guðrún Kvaran. „Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2002. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2660>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðin að bregða einhverjum eru sjaldan notuð í þátíð. Hvað segir maður þegar maður er nýbúinn að bregða einhverjum? Ég bregðaði þér?
Sögnin að bregða telst til sterkra sagna sem mynda þátíð með hljóðskiptum (bregða-brá-brugðum-brugðið). Hún beygist svona í nútíð og þátíð:

NútíðÞátíð
1.p.et.bregðbrá
2.p.et.bregðurbrást
3.p.et.bregðurbrá
1.p.ft.bregðumbrugðum
2.p.ft.bregðiðbrugðuð
3.p.ft.bregðabrugðu

Sambandið að bregða einhverjum er vel þekkt, meðal annars í glímu, um að gera tilraun til að fella einhvern. Sambandið að láta einhverjum bregða merkir að 'láta einhvern hrökkva við', til dæmis ,,lét ég þér bregða?" Þessum samböndum slær oft saman, einkum í máli barna, þannig að sagt er t.d. ,,ég ætlaði ekki að bregða þér," það er 'láta þig hrökkva við' eða ,,brá ég þér?" 'lét ég þig hrökkva við'. Ein ástæða þess að þátíð er sjaldan notuð í annarri persónu eintölu er að sambandið þú brást mér merkir yfirleitt 'þú hefur svikið mig' og sambandið þú brást mér það er 'lést mér bregða' gæti valdið misskilningi. Réttara er að segja: ,,þú lést mér bregða", ,,hann lét mér bregða", ,,þeir létu mér bregða", ,,lét ég þér bregða?" og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...