Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:36 • Sest 20:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:16 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík

Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?

JMHMeðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft.

Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenanna og þeir verða sýnilegri. Læðan þyngist eftir því sem líður á meðgönguna og geta þær orðið eitt til eitt og hálft kíló. Nýgotnir kettlingar eru vanalega um 12 cm á lengd og vega um 100 grömm. Hægt er að finna fyrir hreyfingum kettlinga í móðurkviði frá sjöundu viku, eða 49 dögum eftir mökun. Læður verða kynþroska um sex mánaða gamlar.

Stóru kattardýrin hafa talsvert lengri meðgöngutíma en heimiliskettir. Meðgöngutími tígrisdýrs (Panthera tigris) er að meðaltali 105 dagar og sama gildir um ljón (Panthera leo). Jagúar gengur með kettlinga í 95-105 daga og gaupa um 69 daga.

Mynd af kettlingum: Animal Abuse Prevention Agency Inc.

Mynd af ljónynju: Aluminumangel - My Trip to Africa

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.8.2002

Spyrjandi

Sigríður Kristín, f. 1983

Tilvísun

JMH. „Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín? “ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2002. Sótt 28. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2666.

JMH. (2002, 30. ágúst). Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2666

JMH. „Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín? “ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2002. Vefsíða. 28. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2666>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ganga kettir lengi með afkvæmi sín?


Meðgöngutími katta (Felis catus) er frá 63 dögum til 67 daga en dæmi eru um að læður hafi ekki gotið fyrr en eftir 70 daga. Slíkt er þó afar sjaldgæft.

Fyrstu merki um að læður séu orðnar kettlingafullar sjást þremur vikum eftir mökun. Þá verða spenarnir bleikir og hárin eyðast á litlu svæði umhverfis spenanna og þeir verða sýnilegri. Læðan þyngist eftir því sem líður á meðgönguna og geta þær orðið eitt til eitt og hálft kíló. Nýgotnir kettlingar eru vanalega um 12 cm á lengd og vega um 100 grömm. Hægt er að finna fyrir hreyfingum kettlinga í móðurkviði frá sjöundu viku, eða 49 dögum eftir mökun. Læður verða kynþroska um sex mánaða gamlar.

Stóru kattardýrin hafa talsvert lengri meðgöngutíma en heimiliskettir. Meðgöngutími tígrisdýrs (Panthera tigris) er að meðaltali 105 dagar og sama gildir um ljón (Panthera leo). Jagúar gengur með kettlinga í 95-105 daga og gaupa um 69 daga.

Mynd af kettlingum: Animal Abuse Prevention Agency Inc.

Mynd af ljónynju: Aluminumangel - My Trip to Africa...