Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Hvenær varð fyrsta bílslysið?

UA

Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var hægt að aka því lengur en tíu mínútur í senn, því þá var gufuvélin orðin aflvana.Cugnot hélt áfram að þróa ökutæki af svipaðri gerð og árið 1771 smíðaði hann aðra bifreið. Hún leit út eins og vagn á þremur hjólum með stórri gufuvél framan á. Vélin gekk ágætlega en erfitt reyndist að hafa stjórn á farartækinu. Þegar Cugnot var í reynsluakstri árið 1771 missti hann stjórn á farartækinu og keyrði á steinvegg. Þannig atvikaðist fyrsta bílslys heims.

Hægt er að skoða bíl Cugnots á safni í París sem nefnist Conservatoire Nationale des Arts et Metiers.

Heimild og mynd: History of the Automobile

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

29.8.2002

Spyrjandi

Þóroddur Bjarnason

Efnisorð

Tilvísun

UA. „Hvenær varð fyrsta bílslysið?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2002. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2667.

UA. (2002, 29. ágúst). Hvenær varð fyrsta bílslysið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2667

UA. „Hvenær varð fyrsta bílslysið?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2002. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2667>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær varð fyrsta bílslysið?
Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var hægt að aka því lengur en tíu mínútur í senn, því þá var gufuvélin orðin aflvana.Cugnot hélt áfram að þróa ökutæki af svipaðri gerð og árið 1771 smíðaði hann aðra bifreið. Hún leit út eins og vagn á þremur hjólum með stórri gufuvél framan á. Vélin gekk ágætlega en erfitt reyndist að hafa stjórn á farartækinu. Þegar Cugnot var í reynsluakstri árið 1771 missti hann stjórn á farartækinu og keyrði á steinvegg. Þannig atvikaðist fyrsta bílslys heims.

Hægt er að skoða bíl Cugnots á safni í París sem nefnist Conservatoire Nationale des Arts et Metiers.

Heimild og mynd: History of the Automobile...