Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?

JMH



Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu.

Í fyrsta lagi væri erfitt fyrir slíka skepnu að dyljast fyrir okkur. Ef þetta dýr væri til þyrfti það að vera nokkur hundruð tonn á þyngd. Stærð stofnsins þyrfti að vera hæfileg svo að hann dæi ekki út. Hópur einstaklinga af þessari tegund væri þess vegna mjög áberandi í vistkerfi jarðar. Að öllum líkindum þyrftu skepnurnar að lifa í sjó vegna líkamsþyngdarinnar.

Það er því ólíklegt að nokkur vísindamaður sem tekur sig alvarlega haldi því fram að til sé svo stór skepna á jörðinni sem fram kemur í spurningunni. Steypireyðurin er ekki aðeins stærsta núlifandi dýr jarðar heldur telja fræðimenn að hún sé stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni. Steypireyðurin er talsvert stærri en stærstu risaeðlur miðlífsaldar.

En svo gæti allt eins verið að dýrið sem spurt er um lifi annars staðar en á jörðinni, en því verður ekki svarað að svo stöddu.

Mynd af steypireyði: ADNet - Futureshock

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.8.2002

Spyrjandi

Árni Gestsson, f. 1984

Tilvísun

JMH. „Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2002, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2668.

JMH. (2002, 30. ágúst). Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2668

JMH. „Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2002. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2668>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?


Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu.

Í fyrsta lagi væri erfitt fyrir slíka skepnu að dyljast fyrir okkur. Ef þetta dýr væri til þyrfti það að vera nokkur hundruð tonn á þyngd. Stærð stofnsins þyrfti að vera hæfileg svo að hann dæi ekki út. Hópur einstaklinga af þessari tegund væri þess vegna mjög áberandi í vistkerfi jarðar. Að öllum líkindum þyrftu skepnurnar að lifa í sjó vegna líkamsþyngdarinnar.

Það er því ólíklegt að nokkur vísindamaður sem tekur sig alvarlega haldi því fram að til sé svo stór skepna á jörðinni sem fram kemur í spurningunni. Steypireyðurin er ekki aðeins stærsta núlifandi dýr jarðar heldur telja fræðimenn að hún sé stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur lifað á jörðinni. Steypireyðurin er talsvert stærri en stærstu risaeðlur miðlífsaldar.

En svo gæti allt eins verið að dýrið sem spurt er um lifi annars staðar en á jörðinni, en því verður ekki svarað að svo stöddu.

Mynd af steypireyði: ADNet - Futureshock...