Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að tala um frjálsan vilja?

Atli Harðarson



Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa.

Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum skilningi orðsins er í því fólgið að ráða sér sjálfur. En þegar talað er um frjálsan vilja getur tæpast verið átt við að vilji manna geti óhindrað gert það sem hann vill. Vilji manns er ekkert annað en samspil hugsana hans, geðshræringa og athafna og vandséð hvaða merkingu það getur haft að tala um að vilji manns ráði sér sjálfur eða vilji þetta eða hitt. Að segja "viljinn vill" er ekki öllu gáfulegra en að segja "heyrnin heyrir". Við notum að vísu álíka röklaust orðalag eins og til dæmis "röddin segir" en við meinum þá ekki bókstaflega að röddin sé gerandi og tali sjálf, heldur að maður tali og við heyrum rödd hans.

Orðasambandið frjáls vilji er dálítið villandi, því það gefur tilefni til að ætla að ekki sé verið að ræða um að maðurinn sem vill eitthvað sé frjáls, heldur að einhver dularfullur partur af huga hans sem kallast vilji njóti frelsis og geti óhindrað farið sínu fram. Í hversdagslegu máli er algengt að menn noti orðalag sem er villandi með svipuðum hætti. Við tölum til dæmis um að sólin komi upp, að tíminn líði og menn láti hugann reika. Í bókstaflegum skilningi lyftist sólin þó ekki upp fyrir jörðina, tíminn er ekki straumur sem líður hjá og hugur manns ferðast ekki beinlínis þó menn hugsi sér að þeir ferðist. Þótt þessi orðasambönd séu öll villandi ef þau eru skilin of bókstaflega er samt hægt að nota þau öll til að tjá skynsamlega hugsun. Ég held að það sama eigi við um frjálsan vilja. Þótt þetta orðalag geti verið villandi er ekki þar með útilokað að það hafi vitlega merkingu í ýmsum samböndum. Hér verður látið duga að gera stuttlega grein fyrir þrenns konar merkingu sem orðasambandið getur haft.

1) Þegar sagt er að maður vinni eitthvert verk af fúsum og frjálsum vilja er oftast átt við að hann geri það án þess að vera beittur neinum þrýstingi. Það er því verið að segja að maðurinn sé ekki bara frjáls þannig að hann ráði því sjálfur hvort hann vinnur verkið heldur að hann geri það algerlega af eigin hvötum.

2) Stundum er talað um að þeir sem eru háðir vímuefnum eða sjúklegri áráttu af einhverju tagi hafi ekki frjálsan vilja. Að baki þessum orðum búa hugmyndir í þá veru að frelsi viljans felist í því að geta tekið ákvarðanir að yfirlögðu ráði og hagað sér í samræmi við eigið gildismat, markmið og áætlanir. Þegar orðasambandið frjáls vilji er notað í þessum skilningi merkir það ef til vill nokkurn veginn það sama og orðið sjálfstjórn. Ef til vill má líta á þessa notkun orðanna frelsi og frjáls sem einhvers konar myndhverfingu. Það er ýmislegt líkt með kjörum þess manns sem hefur huga sinn fjötraðan í viðjum fíknar eða áráttu og hins sem býr við ánauð í bókstaflegum skilningi og verður að lúta duttlungum annarra manna. (Hér var orðið fjötraður líka notað í myndhverfri merkingu.) Hvorugur getur látið sitt eigið gildismat móta verk sín og daga.

3) Margir hafa það á tilfinningunni að séu allar hræringar efnisheimsins, og þar með allar hreyfingar mannslíkamans, nauðsynlegar afleiðingar af upphaflegu ástandi heimsins og ófrávíkjanlegum náttúrulögmálum þá séu menn með einhverjum hætti ófrjálsir og ráði sér ekki sjálfir. Spurningar um frjálsan vilja eru stundum orðaðar í framhaldi af bollaleggingum af þessu tagi og þá gjarnan látið í veðri vaka að menn geti ekki haft frjálsan vilja nema athafnir þeirra séu með einhverjum hætti óháðar lögmálum efnisheimsins. Það er erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega er átt við með orðasambandinu frjáls vilji þegar það kemur fyrir í umræðu af þessu tagi. Stundum virðist átt við að viljaverk manna séu ófyrirsjáanleg og ekki afleiðing af neinu sem á undan er gengið. Hvort rétt er að skilja þetta sem myndhverfa orðnotkun skal hér ósagt látið. Ég hygg þó að þeim sem kynnst hafa raunverulegri ánauð þyki náttúrulögmálin ekki ákaflega harður húsbóndi og sjálfur á ég erfitt með að sjá mikla samlíkingu með því að vera hluti af efnisheiminum og að búa við ófrelsi í venjulegum skilningi. Raunar grunar mig að þessi notkun á orðunum frjáls og frelsi sé hæpnari og fjær venjulegum skilningi orðanna en sú notkun sem hér var gerð grein fyrir undir töluliðum 1 og 2.

Mynd: HB

Höfundur

heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útgáfudagur

31.8.2002

Spyrjandi

Soffía Eiríksdóttir

Tilvísun

Atli Harðarson. „Er hægt að tala um frjálsan vilja?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2002, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2670.

Atli Harðarson. (2002, 31. ágúst). Er hægt að tala um frjálsan vilja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2670

Atli Harðarson. „Er hægt að tala um frjálsan vilja?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2002. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2670>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að tala um frjálsan vilja?


Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa.

Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum skilningi orðsins er í því fólgið að ráða sér sjálfur. En þegar talað er um frjálsan vilja getur tæpast verið átt við að vilji manna geti óhindrað gert það sem hann vill. Vilji manns er ekkert annað en samspil hugsana hans, geðshræringa og athafna og vandséð hvaða merkingu það getur haft að tala um að vilji manns ráði sér sjálfur eða vilji þetta eða hitt. Að segja "viljinn vill" er ekki öllu gáfulegra en að segja "heyrnin heyrir". Við notum að vísu álíka röklaust orðalag eins og til dæmis "röddin segir" en við meinum þá ekki bókstaflega að röddin sé gerandi og tali sjálf, heldur að maður tali og við heyrum rödd hans.

Orðasambandið frjáls vilji er dálítið villandi, því það gefur tilefni til að ætla að ekki sé verið að ræða um að maðurinn sem vill eitthvað sé frjáls, heldur að einhver dularfullur partur af huga hans sem kallast vilji njóti frelsis og geti óhindrað farið sínu fram. Í hversdagslegu máli er algengt að menn noti orðalag sem er villandi með svipuðum hætti. Við tölum til dæmis um að sólin komi upp, að tíminn líði og menn láti hugann reika. Í bókstaflegum skilningi lyftist sólin þó ekki upp fyrir jörðina, tíminn er ekki straumur sem líður hjá og hugur manns ferðast ekki beinlínis þó menn hugsi sér að þeir ferðist. Þótt þessi orðasambönd séu öll villandi ef þau eru skilin of bókstaflega er samt hægt að nota þau öll til að tjá skynsamlega hugsun. Ég held að það sama eigi við um frjálsan vilja. Þótt þetta orðalag geti verið villandi er ekki þar með útilokað að það hafi vitlega merkingu í ýmsum samböndum. Hér verður látið duga að gera stuttlega grein fyrir þrenns konar merkingu sem orðasambandið getur haft.

1) Þegar sagt er að maður vinni eitthvert verk af fúsum og frjálsum vilja er oftast átt við að hann geri það án þess að vera beittur neinum þrýstingi. Það er því verið að segja að maðurinn sé ekki bara frjáls þannig að hann ráði því sjálfur hvort hann vinnur verkið heldur að hann geri það algerlega af eigin hvötum.

2) Stundum er talað um að þeir sem eru háðir vímuefnum eða sjúklegri áráttu af einhverju tagi hafi ekki frjálsan vilja. Að baki þessum orðum búa hugmyndir í þá veru að frelsi viljans felist í því að geta tekið ákvarðanir að yfirlögðu ráði og hagað sér í samræmi við eigið gildismat, markmið og áætlanir. Þegar orðasambandið frjáls vilji er notað í þessum skilningi merkir það ef til vill nokkurn veginn það sama og orðið sjálfstjórn. Ef til vill má líta á þessa notkun orðanna frelsi og frjáls sem einhvers konar myndhverfingu. Það er ýmislegt líkt með kjörum þess manns sem hefur huga sinn fjötraðan í viðjum fíknar eða áráttu og hins sem býr við ánauð í bókstaflegum skilningi og verður að lúta duttlungum annarra manna. (Hér var orðið fjötraður líka notað í myndhverfri merkingu.) Hvorugur getur látið sitt eigið gildismat móta verk sín og daga.

3) Margir hafa það á tilfinningunni að séu allar hræringar efnisheimsins, og þar með allar hreyfingar mannslíkamans, nauðsynlegar afleiðingar af upphaflegu ástandi heimsins og ófrávíkjanlegum náttúrulögmálum þá séu menn með einhverjum hætti ófrjálsir og ráði sér ekki sjálfir. Spurningar um frjálsan vilja eru stundum orðaðar í framhaldi af bollaleggingum af þessu tagi og þá gjarnan látið í veðri vaka að menn geti ekki haft frjálsan vilja nema athafnir þeirra séu með einhverjum hætti óháðar lögmálum efnisheimsins. Það er erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega er átt við með orðasambandinu frjáls vilji þegar það kemur fyrir í umræðu af þessu tagi. Stundum virðist átt við að viljaverk manna séu ófyrirsjáanleg og ekki afleiðing af neinu sem á undan er gengið. Hvort rétt er að skilja þetta sem myndhverfa orðnotkun skal hér ósagt látið. Ég hygg þó að þeim sem kynnst hafa raunverulegri ánauð þyki náttúrulögmálin ekki ákaflega harður húsbóndi og sjálfur á ég erfitt með að sjá mikla samlíkingu með því að vera hluti af efnisheiminum og að búa við ófrelsi í venjulegum skilningi. Raunar grunar mig að þessi notkun á orðunum frjáls og frelsi sé hæpnari og fjær venjulegum skilningi orðanna en sú notkun sem hér var gerð grein fyrir undir töluliðum 1 og 2.

Mynd: HB...