Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir í Ástralíu?

Ulrika Andersson



Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðborgin Canberra.

Um 2,5% áströlsku þjóðarinnar eru frumbyggjar. Þeir komu til Ástralíu fyrir rúmlega 40.000 árum. Árið 1788 þegar Bretar sigldu til Ástralíu er talið að frumbyggjar hafi verið um 250.000 til 500.000. Þeim fækkaði síðan töluvert á næstu árum; margir þeirra létust úr sjúkdómum sem Bretar fluttu með sér. Árið 1971 voru rúmlega 100.000 frumbyggjar í Ástralíu. Barnadauði meðal frumbyggja er hár og meðalaldur þeirra er töluvert lægri en hjá öðrum Áströlum

Um miðbik 19. aldar voru Ástralar einsleit þjóð, flestir íbúanna voru innflytjendur frá Bretlandi eða Írlandi, fyrir utan frumbyggja landins. Eftir seinni heimsstyrjöldina jókst innflutningur fólks frá öðrum löndum. Frá stríðslokum og fram undir lok áttunda áratugarins komu um hálf milljón flóttamanna til landsins. Margir þeirra komu frá Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Suður-Ameríku, Suður-Evrópu, Líbanon, Kína og Víetnam.

Seint á áttunda áratug var áætlað að rúm 40% íbúa í Ástralíu hafi annað hvort verið fæddir annars staðar eða átt að minnsta kosti eitt foreldri af erlendu bergi brotið. Þá er talið að um 20% íbúa í Melbourne hafi haft annað móðurmál en ensku. Rétt tæplega helmingur þeirra höfðu grísku að móðurmáli enda hefur Melbourne stundum verið nefnd fjórða stærsta borg Grikklands.

Frá upphafi 20. aldar til ársins 1973 var innflutningi fólks til Ástralíu stjórnað samkvæmt lögum sem nefndust White Australian Policy. Markmið laganna var að tryggja einsleitni áströlsku þjóðarinnar og þau grundvölluðust að mörgu leyti á kynþáttahatri. Í dag stefna áströlsk stjórnvöld að fjölmenningarsamfélagi.



Heimildir

Myndir af Sidney, frumbyggjum og skjaldökuveiðum: A page on the Australian Aborigines " do we have rights"

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

30.8.2002

Spyrjandi

Einar Rúnar

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað búa margir í Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2672.

Ulrika Andersson. (2002, 30. ágúst). Hvað búa margir í Ástralíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2672

Ulrika Andersson. „Hvað búa margir í Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Ástralíu?


Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðborgin Canberra.

Um 2,5% áströlsku þjóðarinnar eru frumbyggjar. Þeir komu til Ástralíu fyrir rúmlega 40.000 árum. Árið 1788 þegar Bretar sigldu til Ástralíu er talið að frumbyggjar hafi verið um 250.000 til 500.000. Þeim fækkaði síðan töluvert á næstu árum; margir þeirra létust úr sjúkdómum sem Bretar fluttu með sér. Árið 1971 voru rúmlega 100.000 frumbyggjar í Ástralíu. Barnadauði meðal frumbyggja er hár og meðalaldur þeirra er töluvert lægri en hjá öðrum Áströlum

Um miðbik 19. aldar voru Ástralar einsleit þjóð, flestir íbúanna voru innflytjendur frá Bretlandi eða Írlandi, fyrir utan frumbyggja landins. Eftir seinni heimsstyrjöldina jókst innflutningur fólks frá öðrum löndum. Frá stríðslokum og fram undir lok áttunda áratugarins komu um hálf milljón flóttamanna til landsins. Margir þeirra komu frá Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékklandi, Suður-Ameríku, Suður-Evrópu, Líbanon, Kína og Víetnam.

Seint á áttunda áratug var áætlað að rúm 40% íbúa í Ástralíu hafi annað hvort verið fæddir annars staðar eða átt að minnsta kosti eitt foreldri af erlendu bergi brotið. Þá er talið að um 20% íbúa í Melbourne hafi haft annað móðurmál en ensku. Rétt tæplega helmingur þeirra höfðu grísku að móðurmáli enda hefur Melbourne stundum verið nefnd fjórða stærsta borg Grikklands.

Frá upphafi 20. aldar til ársins 1973 var innflutningi fólks til Ástralíu stjórnað samkvæmt lögum sem nefndust White Australian Policy. Markmið laganna var að tryggja einsleitni áströlsku þjóðarinnar og þau grundvölluðust að mörgu leyti á kynþáttahatri. Í dag stefna áströlsk stjórnvöld að fjölmenningarsamfélagi.



Heimildir

Myndir af Sidney, frumbyggjum og skjaldökuveiðum: A page on the Australian Aborigines " do we have rights"...