Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hægt að segja um Egyptaland?

Ulrika Andersson



Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?
Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Nílarósa eða nálægt Súesskurðinum. Stærsti hluti Egyptalands er eyðimörk en Nílardalur er mjög frjósamur vegna framburðs úr fljótinu. Ræktanlegt land er ekki nema rúm 5% af flatarmáli Egyptalands.

Stærstu félagslegu vandamál Egypta eru flutningar fólks til borga, fátækt, atvinnuleysi og offjölgun. Egypska þjóðin vex um rúm 1,7% á ári eða meira en þrisvar sinnum hraðar en íslenska þjóðin. Um einn þriðji Egypta er yngri en fimmtán ára. Atvinnuleysi í Egyptalandi er rúmlega 11%.

Egyptar eru fátæk þjóð og starfa flestir þar við landbúnað, fiskveiði, þjónustu eða iðnað. Samkvæmt tölum frá CIA World Factbook eru um 29% þjóðarinnar bændur, 22% starfa við iðnað og 49% við þjónustu. Tæplega ¼ hluti egypsku þjóðarinnar hefur lágmarkstekjur.

Sósíalismi er við lýði í Egyptalandi. Ríkisstjórnin stýrir viðskiptum innanlands og öllum útflutningi og ræður verði á landbúnaðarvörum. Í Egyptalandi eru gerðar fimm ára áætlanir um allar fjárfestingar og félagslega þróun landsins. Landbúnaðarframleiðsla í Egyptalandi er mikil og hægt er að uppskera oftar en einu sinni ári. Engu að síður þurfa Egyptar að flytja mikið inn af matvörum, svo sem kartöflum, lauk og kornmeti.

Egyptar framleiða mikið af fatnaði og matvælum. Meðal náttúruauðlinda þar má nefna olíu, járn, kalkstein, gull og sink. Gas hefur einnig fundist þar. Egyptar flytja út vörur fyrir um 7 milljarða árlega, fyrst og fremst olíu, bómull, fatnað og málma. Innfluttar vörur kosta þá um 17 milljarða. Síðan seinni heimstyrjöldinni lauk hafa útflutningstekjur verið lægri en aðkeyptar vörur og til að vega upp á móti því hefur ríkisstjórn Egyptalands þurft að taka ýmis lán.



Heimildir



Mynd af Kaíró:

Semiramis Inter-Continental Cairo

Mynd af Sfinxi: HB

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

30.8.2002

Síðast uppfært

19.11.2018

Spyrjandi

Arnheiður Leifsdóttir

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað er hægt að segja um Egyptaland?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2002, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2674.

Ulrika Andersson. (2002, 30. ágúst). Hvað er hægt að segja um Egyptaland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2674

Ulrika Andersson. „Hvað er hægt að segja um Egyptaland?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2002. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hægt að segja um Egyptaland?


Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?
Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Nílarósa eða nálægt Súesskurðinum. Stærsti hluti Egyptalands er eyðimörk en Nílardalur er mjög frjósamur vegna framburðs úr fljótinu. Ræktanlegt land er ekki nema rúm 5% af flatarmáli Egyptalands.

Stærstu félagslegu vandamál Egypta eru flutningar fólks til borga, fátækt, atvinnuleysi og offjölgun. Egypska þjóðin vex um rúm 1,7% á ári eða meira en þrisvar sinnum hraðar en íslenska þjóðin. Um einn þriðji Egypta er yngri en fimmtán ára. Atvinnuleysi í Egyptalandi er rúmlega 11%.

Egyptar eru fátæk þjóð og starfa flestir þar við landbúnað, fiskveiði, þjónustu eða iðnað. Samkvæmt tölum frá CIA World Factbook eru um 29% þjóðarinnar bændur, 22% starfa við iðnað og 49% við þjónustu. Tæplega ¼ hluti egypsku þjóðarinnar hefur lágmarkstekjur.

Sósíalismi er við lýði í Egyptalandi. Ríkisstjórnin stýrir viðskiptum innanlands og öllum útflutningi og ræður verði á landbúnaðarvörum. Í Egyptalandi eru gerðar fimm ára áætlanir um allar fjárfestingar og félagslega þróun landsins. Landbúnaðarframleiðsla í Egyptalandi er mikil og hægt er að uppskera oftar en einu sinni ári. Engu að síður þurfa Egyptar að flytja mikið inn af matvörum, svo sem kartöflum, lauk og kornmeti.

Egyptar framleiða mikið af fatnaði og matvælum. Meðal náttúruauðlinda þar má nefna olíu, járn, kalkstein, gull og sink. Gas hefur einnig fundist þar. Egyptar flytja út vörur fyrir um 7 milljarða árlega, fyrst og fremst olíu, bómull, fatnað og málma. Innfluttar vörur kosta þá um 17 milljarða. Síðan seinni heimstyrjöldinni lauk hafa útflutningstekjur verið lægri en aðkeyptar vörur og til að vega upp á móti því hefur ríkisstjórn Egyptalands þurft að taka ýmis lán.



Heimildir



Mynd af Kaíró:

Semiramis Inter-Continental Cairo

Mynd af Sfinxi: HB...