Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?

Rósa Erlingsdóttir



Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1984 hafa konur verið fjölmennari en karlar í hópi nemenda á sérskóla- og háskólastigi á Íslandi, en haustið 2000 stunduðu um 10.500 nemendur nám á því skólastigi. Þessi fjöldi nemenda skiptist á átta háskóla og þrjá sérskóla á háskólastigi. Langflestir nemenda á háskólastigi voru í Háskóla Íslands eða 63% af heildarfjöldanum. Konur eru meirihluta nemenda í fimm skólum en hæst er hlutfall þeirra í Kennaraháskóla Íslands, 84%.



Samkvæmt tölum úr nemendaskrá Hagstofu Íslands hefur nemendafjöldinn tvöfaldast frá árinu 1990 (5.296) og næstum þrefaldast frá árinu 1980 (3.689). Árið 2000 voru konur 62% nemenda en sambærilegt hlutfall þeirra á sérskóla- og háskólastigi var 58% árið 1990, 50% árið 1984 og 44% árið 1980. Hagstofa Íslands hefur reglubundið safnað upplýsingum um brautskráða nemendur frá framhaldsskólum, sérskólum og háskólum frá og með skólaárinu 1995/96. Séu þær tölur frá skólaárinu 1999-2000 skoðaðar kemur í ljós að konur voru 60% af þeim 2100 nemendum sem útskrifuðust af sérskóla- og háskólastigi sem er svipað hlutfalli kvenna meðal nemenda. Þessa þróun má rekja til breytinga á menntun þjóðarinnar á síðustu árum með vaxandi námsframboði og aukinni skólasókn. Samkvæmt tölum um hlutfall háskólamenntaðra Íslendinga í aldurshópnum 25-64 ára eru um 20% kvenna með háskólapróf sem er svipað og meðal karla þar sem hlutfallið er 19%.

Í ljósi ofangreindra upplýsinga kemur ekki á óvart að konur eru meirihluti nemenda á mörgum námsbrautum en hins vegar verður að teljast athyglisvert þegar annað kynið er í miklum meirihluta á einstökum námsbrautum og seinna starfssviðum þeim tengdum. Þrátt fyrir stóraukna sókn kvenna í háskólanám síðastliðna áratugi er námsval enn mjög kynbundið. Konur eru til að mynda 86% nemenda í uppeldisfræði og kennaranámi, 78% í heilbrigðisgreinum en þær eru eingöngu 24% nemenda í tæknigreinum og verkfræði.

Þegar litið er til aldursdreifingar nemenda og aldurs brautskráðra nemenda kemur í ljós athyglisverður munur. Skólaárið 1999-2000 voru fleiri karlar en konur undir þrítugu við brautskráningu, eða 73% á móti 60% kvenna. Um fimmtungur kvenna voru 40 ára og eldri við brautskráningu. Skólaárin á undan og á eftir er hlutfall kvenna sem eru eldri en 40 ára við brautskráningu svipað. Óbirtar tölur úr rannsókn um brottfall og aldursdreifingu nemenda við Háskóla Íslands gefa sambærilegar vísbendingar um ólíka aldursdreifingu nemenda eftir kyni. Haustið 2000 var meðalaldur kvennemenda við skólann 28 ár á móti 26 árum hjá karlnemendum. Skýringin á þessum mun er sá fjöldi kvenna sem kominn er yfir hinn hefðbundna skólaaldur. Hlutfallsleg dreifing kynjanna er svipuð á aldursbilinu 18-30 ára en eftir það skilur á milli. Þessar tölur gefa ákveðna vísbendingu um að ójafnt kynjahlutfall nemenda á sérskóla- og háskólastigi megi að hluta skýra með aukinni sókn eldri kvenna í menntun á efri skólastigum.

Ekki virðist vera marktækur munur á heildarbrottfalli nemenda frá Háskóla Íslands eftir kyni en þegar skoðuð voru afdrif þeirra nemenda sem hófu nám í skólanum frá hausti 1993 árið 2000 kom í ljós um 27% brottfall nemenda. Athyglisvert er hins vegar að kyn og aldur nemenda virðist hafa töluverð áhrif á brottfall þeirra frá einstökum deildum skólans.

Brottfall kvenna er meira en karla þegar litið er á tölur um þá sem útskrifast með æðri menntagráður. Konur eru til að mynda eingöngu fjórðungur þeirra sem útskrifast hefur með doktorspróf síðasta áratug. Fyrst kvenna til að ljúka doktorsprófi frá Háskóla Íslands var Selma Jónsdóttir en hún lauk prófi árið 1960. Árið 1997 luku fjórar konur doktorsprófi frá Háskólanum, þrjár árið 2000 og ein árið 2001. Á tímabilinu 1919-2001 hafa alls 96 einstaklingar lokið doktorsprófi frá Háskóla Íslands en þar af eru eingöngu 9 konur en athyglisvert er að síðastliðin fimm ár hefur fjöldi kvendoktora næstum verið sá sami og hjá körlum eða 8 konur og 9 karlar.

Skólaárið 2000-2001 stunduðu 609 nemendur framhaldsnám við Háskóla Íslands. Í meistaranámi voru 554 nemendur, þar af 303 konur og 251 karlar. Í doktorsnámi voru 55 nemendur, 32 karlar og 23 konur. Samkvæmt þessu eru konur 54% nemenda í framhaldsnámi sem er vissulega mjög jákvæð þróun. Þrátt fyrir það er rík ástæða til að hafa áhyggjur af fæð kvenna í framhaldsnámi á háskólastigi því þar hefur fjölgun þeirra ekki verið í samræmi við aukið hlutfall kvenna í almennu háskólanámi. Séu tölur um nemendur í framhaldsnámi skoðaðar eftir deildum kemur í ljós að í sumum deildum er sambærileg kynjaskipting og í grunnnáminu en í öðrum deildum snúast hlutföllinn við. Þannig eru karlmenn í meirihluta framhaldssnema í sumum deildum þar sem konur hafa lengi verið meirihluti nemenda í grunnnámi.

Kynjaskipting nemenda í Háskóla Íslands

Nýjar tölur frá nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) sýna að konur eru meirihluti nemenda í öllum deildum skólans nema í verkfræðideild þar sem þær eru 26% nemenda. Hlutur kvenna hefur farið vaxandi í verkfræðideild síðastliðin ár en kynjaskiptingin er hins vegar ójöfn eftir skorum. Í umhverfis- og byggingarverkfræði eru flestar konur en þar eru þær um helmingur nemenda. Í rafmagns- og tölvuverkfræði er hlutfall kvenna aftur á móti aðeins 12%, svo dæmi séu tekin. Konur eru einnig í minnihluta í hagfræðiskor sem er hluti viðskipta- og hagfræðideildar. Í raunvísindadeild eru 62% nemenda konur en innan deildarinnar er kynjaskiptingin hins vegar mjög ójöfn. Þannig eru konur í meirihluta nemenda í líffræði, jarðfræði, matvælafræði og ferðamálafræði og þær eru helmingur nemenda í efnafræði. Konur eru hins vegar eingöngu 38% nemenda í stærðfræði og ekki nema 20% nemenda í eðlisfræði.

Í Háskólanum í Reykjavík voru haustið 2000 tvær deildir, tölvunarfræðideild og viðskiptafræðideild. Á fyrsta ári í tölvunarfræði voru konur 35% nemenda, á öðru ári 23% en aðeins 15% á þriðja ári. Í viðskiptadeild var hlutfall þeirra hins vegar mun hærra eða 53-58%.

Við Háskóla Íslands eru karlmenn fámennir í hjúkrunarfræðideild en við deildina stunda nú 8 karlmenn og 423 konur nám. Í félagsvísindadeild eru karlmenn eingöngu 25% og þeir eru 33% nemenda í heimspekideild. Þessar tölur eru í samræmi við tölurnar hér að ofan um kynjaskiptingu nemenda á sérskóla- og háskólastigi en samkvæmt þessu eru konur fáar í verk- og tæknigreinum og í náms- og starfsgreinum sem tengjast hinni nýju upplýsingatækni. Karlar eru á hinn bóginn afar fámennir í flestum fögum á heilbrigðissviði í kennslu-, menntunar- og uppeldisfræðum og starfsnámi tengdu náms- og félagsráðgjöf.


Nánari upplýsingar um kynjaskiptingu nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands ásamt fjölbreyttu fræðsluefni um jafnréttismál má nálgast á heimasíðu jafnréttisnefndar

Heimildir:
  • Konur í vísindum á Íslandi. Menntamálaráðuneytið, mars 2002.
  • Þorgerður Einarsdóttir: Er menntun lykillinn að jafnrétti? Staða kvenna í háskólasamfélaginu. Í: Bryddingar, um samfélagið sem mannanna verk. Félagsvísindastofnun-Háskólaútgáfan. Háskóla Íslands, 2000. Bls. 11-24.
  • Tölur frá nemendaskrám Háskóla Íslands og Hagstofu Íslands.



Mynd af Aðalbyggingu Háskóla Íslands: Dick Ringler, University of Wisconsin-Madison

Höfundur

stjórnmálafræðingur

Útgáfudagur

2.9.2002

Spyrjandi

Ólöf Guðmundsdóttir

Tilvísun

Rósa Erlingsdóttir. „Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?“ Vísindavefurinn, 2. september 2002, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2676.

Rósa Erlingsdóttir. (2002, 2. september). Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2676

Rósa Erlingsdóttir. „Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2002. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2676>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?


Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1984 hafa konur verið fjölmennari en karlar í hópi nemenda á sérskóla- og háskólastigi á Íslandi, en haustið 2000 stunduðu um 10.500 nemendur nám á því skólastigi. Þessi fjöldi nemenda skiptist á átta háskóla og þrjá sérskóla á háskólastigi. Langflestir nemenda á háskólastigi voru í Háskóla Íslands eða 63% af heildarfjöldanum. Konur eru meirihluta nemenda í fimm skólum en hæst er hlutfall þeirra í Kennaraháskóla Íslands, 84%.



Samkvæmt tölum úr nemendaskrá Hagstofu Íslands hefur nemendafjöldinn tvöfaldast frá árinu 1990 (5.296) og næstum þrefaldast frá árinu 1980 (3.689). Árið 2000 voru konur 62% nemenda en sambærilegt hlutfall þeirra á sérskóla- og háskólastigi var 58% árið 1990, 50% árið 1984 og 44% árið 1980. Hagstofa Íslands hefur reglubundið safnað upplýsingum um brautskráða nemendur frá framhaldsskólum, sérskólum og háskólum frá og með skólaárinu 1995/96. Séu þær tölur frá skólaárinu 1999-2000 skoðaðar kemur í ljós að konur voru 60% af þeim 2100 nemendum sem útskrifuðust af sérskóla- og háskólastigi sem er svipað hlutfalli kvenna meðal nemenda. Þessa þróun má rekja til breytinga á menntun þjóðarinnar á síðustu árum með vaxandi námsframboði og aukinni skólasókn. Samkvæmt tölum um hlutfall háskólamenntaðra Íslendinga í aldurshópnum 25-64 ára eru um 20% kvenna með háskólapróf sem er svipað og meðal karla þar sem hlutfallið er 19%.

Í ljósi ofangreindra upplýsinga kemur ekki á óvart að konur eru meirihluti nemenda á mörgum námsbrautum en hins vegar verður að teljast athyglisvert þegar annað kynið er í miklum meirihluta á einstökum námsbrautum og seinna starfssviðum þeim tengdum. Þrátt fyrir stóraukna sókn kvenna í háskólanám síðastliðna áratugi er námsval enn mjög kynbundið. Konur eru til að mynda 86% nemenda í uppeldisfræði og kennaranámi, 78% í heilbrigðisgreinum en þær eru eingöngu 24% nemenda í tæknigreinum og verkfræði.

Þegar litið er til aldursdreifingar nemenda og aldurs brautskráðra nemenda kemur í ljós athyglisverður munur. Skólaárið 1999-2000 voru fleiri karlar en konur undir þrítugu við brautskráningu, eða 73% á móti 60% kvenna. Um fimmtungur kvenna voru 40 ára og eldri við brautskráningu. Skólaárin á undan og á eftir er hlutfall kvenna sem eru eldri en 40 ára við brautskráningu svipað. Óbirtar tölur úr rannsókn um brottfall og aldursdreifingu nemenda við Háskóla Íslands gefa sambærilegar vísbendingar um ólíka aldursdreifingu nemenda eftir kyni. Haustið 2000 var meðalaldur kvennemenda við skólann 28 ár á móti 26 árum hjá karlnemendum. Skýringin á þessum mun er sá fjöldi kvenna sem kominn er yfir hinn hefðbundna skólaaldur. Hlutfallsleg dreifing kynjanna er svipuð á aldursbilinu 18-30 ára en eftir það skilur á milli. Þessar tölur gefa ákveðna vísbendingu um að ójafnt kynjahlutfall nemenda á sérskóla- og háskólastigi megi að hluta skýra með aukinni sókn eldri kvenna í menntun á efri skólastigum.

Ekki virðist vera marktækur munur á heildarbrottfalli nemenda frá Háskóla Íslands eftir kyni en þegar skoðuð voru afdrif þeirra nemenda sem hófu nám í skólanum frá hausti 1993 árið 2000 kom í ljós um 27% brottfall nemenda. Athyglisvert er hins vegar að kyn og aldur nemenda virðist hafa töluverð áhrif á brottfall þeirra frá einstökum deildum skólans.

Brottfall kvenna er meira en karla þegar litið er á tölur um þá sem útskrifast með æðri menntagráður. Konur eru til að mynda eingöngu fjórðungur þeirra sem útskrifast hefur með doktorspróf síðasta áratug. Fyrst kvenna til að ljúka doktorsprófi frá Háskóla Íslands var Selma Jónsdóttir en hún lauk prófi árið 1960. Árið 1997 luku fjórar konur doktorsprófi frá Háskólanum, þrjár árið 2000 og ein árið 2001. Á tímabilinu 1919-2001 hafa alls 96 einstaklingar lokið doktorsprófi frá Háskóla Íslands en þar af eru eingöngu 9 konur en athyglisvert er að síðastliðin fimm ár hefur fjöldi kvendoktora næstum verið sá sami og hjá körlum eða 8 konur og 9 karlar.

Skólaárið 2000-2001 stunduðu 609 nemendur framhaldsnám við Háskóla Íslands. Í meistaranámi voru 554 nemendur, þar af 303 konur og 251 karlar. Í doktorsnámi voru 55 nemendur, 32 karlar og 23 konur. Samkvæmt þessu eru konur 54% nemenda í framhaldsnámi sem er vissulega mjög jákvæð þróun. Þrátt fyrir það er rík ástæða til að hafa áhyggjur af fæð kvenna í framhaldsnámi á háskólastigi því þar hefur fjölgun þeirra ekki verið í samræmi við aukið hlutfall kvenna í almennu háskólanámi. Séu tölur um nemendur í framhaldsnámi skoðaðar eftir deildum kemur í ljós að í sumum deildum er sambærileg kynjaskipting og í grunnnáminu en í öðrum deildum snúast hlutföllinn við. Þannig eru karlmenn í meirihluta framhaldssnema í sumum deildum þar sem konur hafa lengi verið meirihluti nemenda í grunnnámi.

Kynjaskipting nemenda í Háskóla Íslands

Nýjar tölur frá nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) sýna að konur eru meirihluti nemenda í öllum deildum skólans nema í verkfræðideild þar sem þær eru 26% nemenda. Hlutur kvenna hefur farið vaxandi í verkfræðideild síðastliðin ár en kynjaskiptingin er hins vegar ójöfn eftir skorum. Í umhverfis- og byggingarverkfræði eru flestar konur en þar eru þær um helmingur nemenda. Í rafmagns- og tölvuverkfræði er hlutfall kvenna aftur á móti aðeins 12%, svo dæmi séu tekin. Konur eru einnig í minnihluta í hagfræðiskor sem er hluti viðskipta- og hagfræðideildar. Í raunvísindadeild eru 62% nemenda konur en innan deildarinnar er kynjaskiptingin hins vegar mjög ójöfn. Þannig eru konur í meirihluta nemenda í líffræði, jarðfræði, matvælafræði og ferðamálafræði og þær eru helmingur nemenda í efnafræði. Konur eru hins vegar eingöngu 38% nemenda í stærðfræði og ekki nema 20% nemenda í eðlisfræði.

Í Háskólanum í Reykjavík voru haustið 2000 tvær deildir, tölvunarfræðideild og viðskiptafræðideild. Á fyrsta ári í tölvunarfræði voru konur 35% nemenda, á öðru ári 23% en aðeins 15% á þriðja ári. Í viðskiptadeild var hlutfall þeirra hins vegar mun hærra eða 53-58%.

Við Háskóla Íslands eru karlmenn fámennir í hjúkrunarfræðideild en við deildina stunda nú 8 karlmenn og 423 konur nám. Í félagsvísindadeild eru karlmenn eingöngu 25% og þeir eru 33% nemenda í heimspekideild. Þessar tölur eru í samræmi við tölurnar hér að ofan um kynjaskiptingu nemenda á sérskóla- og háskólastigi en samkvæmt þessu eru konur fáar í verk- og tæknigreinum og í náms- og starfsgreinum sem tengjast hinni nýju upplýsingatækni. Karlar eru á hinn bóginn afar fámennir í flestum fögum á heilbrigðissviði í kennslu-, menntunar- og uppeldisfræðum og starfsnámi tengdu náms- og félagsráðgjöf.


Nánari upplýsingar um kynjaskiptingu nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands ásamt fjölbreyttu fræðsluefni um jafnréttismál má nálgast á heimasíðu jafnréttisnefndar

Heimildir:
  • Konur í vísindum á Íslandi. Menntamálaráðuneytið, mars 2002.
  • Þorgerður Einarsdóttir: Er menntun lykillinn að jafnrétti? Staða kvenna í háskólasamfélaginu. Í: Bryddingar, um samfélagið sem mannanna verk. Félagsvísindastofnun-Háskólaútgáfan. Háskóla Íslands, 2000. Bls. 11-24.
  • Tölur frá nemendaskrám Háskóla Íslands og Hagstofu Íslands.



Mynd af Aðalbyggingu Háskóla Íslands: Dick Ringler, University of Wisconsin-Madison...