Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?

Droplaug Ólafsdóttir

Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna.

Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. Svarið við fyrri spurningunni, um tíðni hringorma, er það að sú stærri af þeim tveimur tegundum sem mest ber á er sjaldgæfari í ýsu en þorski.

Nokkrar hringormategundir sýkja sjávarfiska. Þær eru allar svipaðar að útliti og lífsferlar þeirra fylgja sömu meginlínum.

Skýringarmynd af lífsferli hringorma.

Egg ormanna klekjast út í sjónum og lirfurnar eru étnar af krabbadýri. Þaðan berast þær eftir fæðukeðjunni í fiska og að endingu í lokahýsla sem ýmist eru fiskar, fuglar, selir eða hvalir. Í millihýslum bora lirfurnar sig í gegnum magavegginn og leggjast í dvala þar til hýsillinn er étinn. Hafni hýsillinn í kjafti stærri millihýsils leggst lirfan aftur í dvala og svo koll af kolli þar til hún hafnar í réttum lokahýsli. Í meltingarvegi lokahýsilsins vex lirfan og nær kynþroska. Þar fjölgar ormurinn sér og ný egg berast út í sjóinn með saur hýsilsins.

Hver ormategund er yfirleitt fremur sérhæfð í vali á lokahýsli og getur eingöngu lokið lífsferli sínum í einum hópi ofangreindra lokahýsla. Sumar ormategundir eru reyndar mjög sérhæfðar og geta eingöngu þrifist í einni tegund lokahýsils.

Hringormar eru hinsvegar yfirleitt ekki mjög vandfýsnir í vali á fiskhýslum og fræðilega séð getur hver hringormategund sýkt alla fiska. Breytilegt fæðuval fiska veldur þó því að talverður munur getur verið á fjölda hringorma af sömu tegund í mismunandi fisktegundum og einnig milli ólíkra svæða.

Flestir hringormar liggja í dvala utan á meltingarvegi og á innyflum fiskanna. Tvær hringormategundir skera sig úr með því að bora sig lengra frá meltingarveginum og út í fiskholdið. Þessar tegundir hafa því vakið mesta eftirtekt fiskneytenda en þær eru selormur (Pseudoterranova decipiens), stundum nefndur þorskormur, og hvalormur (Anisakis simplex), stundum nefndur síldarormur.

Lokahýslar selormsins eru selir eins og nafnið bendir til og lífsferill hans virðist frekar bundinn við strandsvæði og botnlæg krabbadýr og fiska sem lifa á þeim. Lokahýslar hvalormsins eru hins vegar hvalir og lífsferill hans virðist fremur bundinn við sviflæg krabbadýr og fiska sem á þeim lifa. Báðir ormarnir geta síðan safnast fyrir í miklu magni í stórum og gömlum fiskum sem éta smærri fiska.

Þótt lirfur selorms og hvalorms séu svipaðar í útliti má þekkja þær á lit og stærð. Einnig má greina lirfurnar á legu og staðsetningu þeirra í fiskum. Selormslirfur eru um 2-4 cm langar og ljósbrúnar að lit. Þær liggja óreglulega uppvafðar og oft dýpra inni í fiskholdinu en hvalormur.

Hvalormurinn er hvítur að lit og yfirleitt smærri og fínlegri en selormurinn. Lirfurnar liggja oftast uppvafðar í einskonar flatan gorm á innyflum og þunnildum. Lirfurnar finnast einnig í fiskholdi en bora sig yfirleitt ekki eins djúpt og selormurinn og eru algengastar í holdinu umhverfis þunnildin.

Hvalormur er algengur í ýsu og þorski en ólíkt fæðuval fiskanna veldur því að ýsan er yfirleitt mun minna sýkt af selormi en þorskurinn. Þetta orsakar að fiskneytendur taka eftir stórum ormum í þorski en eingöngu litlum í ýsu, þó að þeir séu einnig til staðar í þorskinum. Þennan stærðarmun tengja þeir síðan við fisktegundina þegar í raun er um tvær ólíkar ormategundir að ræða.

Höfundur

Droplaug Ólafsdóttir

fyrrverandi sérfræðingur á Hafrannsóknarstofnun

Útgáfudagur

21.3.2000

Spyrjandi

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Tilvísun

Droplaug Ólafsdóttir. „Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=268.

Droplaug Ólafsdóttir. (2000, 21. mars). Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=268

Droplaug Ólafsdóttir. „Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=268>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna.

Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. Svarið við fyrri spurningunni, um tíðni hringorma, er það að sú stærri af þeim tveimur tegundum sem mest ber á er sjaldgæfari í ýsu en þorski.

Nokkrar hringormategundir sýkja sjávarfiska. Þær eru allar svipaðar að útliti og lífsferlar þeirra fylgja sömu meginlínum.

Skýringarmynd af lífsferli hringorma.

Egg ormanna klekjast út í sjónum og lirfurnar eru étnar af krabbadýri. Þaðan berast þær eftir fæðukeðjunni í fiska og að endingu í lokahýsla sem ýmist eru fiskar, fuglar, selir eða hvalir. Í millihýslum bora lirfurnar sig í gegnum magavegginn og leggjast í dvala þar til hýsillinn er étinn. Hafni hýsillinn í kjafti stærri millihýsils leggst lirfan aftur í dvala og svo koll af kolli þar til hún hafnar í réttum lokahýsli. Í meltingarvegi lokahýsilsins vex lirfan og nær kynþroska. Þar fjölgar ormurinn sér og ný egg berast út í sjóinn með saur hýsilsins.

Hver ormategund er yfirleitt fremur sérhæfð í vali á lokahýsli og getur eingöngu lokið lífsferli sínum í einum hópi ofangreindra lokahýsla. Sumar ormategundir eru reyndar mjög sérhæfðar og geta eingöngu þrifist í einni tegund lokahýsils.

Hringormar eru hinsvegar yfirleitt ekki mjög vandfýsnir í vali á fiskhýslum og fræðilega séð getur hver hringormategund sýkt alla fiska. Breytilegt fæðuval fiska veldur þó því að talverður munur getur verið á fjölda hringorma af sömu tegund í mismunandi fisktegundum og einnig milli ólíkra svæða.

Flestir hringormar liggja í dvala utan á meltingarvegi og á innyflum fiskanna. Tvær hringormategundir skera sig úr með því að bora sig lengra frá meltingarveginum og út í fiskholdið. Þessar tegundir hafa því vakið mesta eftirtekt fiskneytenda en þær eru selormur (Pseudoterranova decipiens), stundum nefndur þorskormur, og hvalormur (Anisakis simplex), stundum nefndur síldarormur.

Lokahýslar selormsins eru selir eins og nafnið bendir til og lífsferill hans virðist frekar bundinn við strandsvæði og botnlæg krabbadýr og fiska sem lifa á þeim. Lokahýslar hvalormsins eru hins vegar hvalir og lífsferill hans virðist fremur bundinn við sviflæg krabbadýr og fiska sem á þeim lifa. Báðir ormarnir geta síðan safnast fyrir í miklu magni í stórum og gömlum fiskum sem éta smærri fiska.

Þótt lirfur selorms og hvalorms séu svipaðar í útliti má þekkja þær á lit og stærð. Einnig má greina lirfurnar á legu og staðsetningu þeirra í fiskum. Selormslirfur eru um 2-4 cm langar og ljósbrúnar að lit. Þær liggja óreglulega uppvafðar og oft dýpra inni í fiskholdinu en hvalormur.

Hvalormurinn er hvítur að lit og yfirleitt smærri og fínlegri en selormurinn. Lirfurnar liggja oftast uppvafðar í einskonar flatan gorm á innyflum og þunnildum. Lirfurnar finnast einnig í fiskholdi en bora sig yfirleitt ekki eins djúpt og selormurinn og eru algengastar í holdinu umhverfis þunnildin.

Hvalormur er algengur í ýsu og þorski en ólíkt fæðuval fiskanna veldur því að ýsan er yfirleitt mun minna sýkt af selormi en þorskurinn. Þetta orsakar að fiskneytendur taka eftir stórum ormum í þorski en eingöngu litlum í ýsu, þó að þeir séu einnig til staðar í þorskinum. Þennan stærðarmun tengja þeir síðan við fisktegundina þegar í raun er um tvær ólíkar ormategundir að ræða....