Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?

Jón Már Halldórsson

DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notkun, fyrst og fremst vegna þess að það er afar ódýrt í framleiðslu og ákaflega árangursríkt í baráttunni við skordýraplágur.

DDT er efnasamband sem hegðar sér eins og kynhormónið estrógen. Alls eru þekkt um 45 efni sem hafa svipaða efnafræðilega byggingu og estrógen. Öll þessi efni geta valdið truflun á lífeðlisfræðilegri virkni kynhormóna í dýrum.

Hin skaðlega virkni DDT felst í mjög einfölduðu máli í því að efnið festir sig við viðtaka sem liggja utan á frumuhimnum. Þar með kemur það í veg fyrir að estrógen geti sest á þessa viðtaka og komið boðum sínum til frumanna. Þetta veldur meðal annars ófrjósemi kven- og karldýra (þar á meðal hjá mönnum), forþroska í brjóstum hjá ungum stúlkum, ótal sjúkdómum í taugakerfi og lifur og einnig hafa vísindamenn greint orsakasamband milli DDT og brjóstakrabbameins.

Skaðsemi DDT varð fyrst ljós meðal sjófugla á Nýja-Englandi á austurströnd Bandaríkjanna. Áhrif DDT-eitrunar og niðurbrotsefna þess, DDD og DDE, höfðu í för með sér að eggjaskurn sjófuglanna þynntist og eggin brotnuðu þegar fuglarnir lágu á þeim. Þetta, ásamt öðrum samverkandi þáttum, olli því að nýliðun í fuglastofnunm varð lítil. Fljótlega tóku vísindamenn einnig eftir sömu einkennum hjá öðrum fuglategundum, meðal annars hjá förufálkanum og tengdu þeir hruni á þeim stofni við áratuga notkun á DDT og skyldum efnum. Eftir að notkun DDT var hætt hefur stofninn eitthvað rétt úr kútnum.

Talið er að á síðustu öld hafi um tvær milljónir tonna af þessu skaðlega efni farið út í vistkerfið. Um 80% af því er vegna notkunar DDT í landbúnaði. Helmingunartími efnisins er tiltölulega langur eða að minnsta kosti 10 ár. DDT safnast þess vegna fyrir í fæðukeðjunni, sérstaklega hjá langlífum dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni, svo sem meðal ránfugla, rándýra og einnig hjá okkur mönnunum. DDT er fituleysanlegt efni og safnast fyrir í fituvef dýra. Á fræðimáli nefnist þessi uppsöfnun í fæðukeðjunni vistfræðileg mögnun. Helmingunartími niðurbrotsefnanna DDD og DDE er mun lengri en hjá DDT og þessi efni hafa ekki síður slæm áhrif á vistkerfið en DDT.

Áhrif allra þessara efna eru mikil á dýr efst í fæðukeðjunni. Rannsóknir á ísbjörnum á Svalbarða benda til þess að frjósemi þeirra sé minni nú en áður fyrr. Vísindamenn fylgjast einnig grannt með því hvaða áhrif uppsöfnun þessara efna hefur hjá langlífum sjávarspendýrum eins og hvölum. Langtímarannsóknir virðast þó sýna að magn DDT í fituvef hefur farið minnkandi síðan á áttunda áratug síðustu aldar hjá selum, staðbundnum fuglum og nokkrum bolfisktegundum við strendur Austur-Kanada.

Heimildir og myndir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Víkingur Guðmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2689.

Jón Már Halldórsson. (2002, 5. september). Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2689

Jón Már Halldórsson. „Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?
DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notkun, fyrst og fremst vegna þess að það er afar ódýrt í framleiðslu og ákaflega árangursríkt í baráttunni við skordýraplágur.

DDT er efnasamband sem hegðar sér eins og kynhormónið estrógen. Alls eru þekkt um 45 efni sem hafa svipaða efnafræðilega byggingu og estrógen. Öll þessi efni geta valdið truflun á lífeðlisfræðilegri virkni kynhormóna í dýrum.

Hin skaðlega virkni DDT felst í mjög einfölduðu máli í því að efnið festir sig við viðtaka sem liggja utan á frumuhimnum. Þar með kemur það í veg fyrir að estrógen geti sest á þessa viðtaka og komið boðum sínum til frumanna. Þetta veldur meðal annars ófrjósemi kven- og karldýra (þar á meðal hjá mönnum), forþroska í brjóstum hjá ungum stúlkum, ótal sjúkdómum í taugakerfi og lifur og einnig hafa vísindamenn greint orsakasamband milli DDT og brjóstakrabbameins.

Skaðsemi DDT varð fyrst ljós meðal sjófugla á Nýja-Englandi á austurströnd Bandaríkjanna. Áhrif DDT-eitrunar og niðurbrotsefna þess, DDD og DDE, höfðu í för með sér að eggjaskurn sjófuglanna þynntist og eggin brotnuðu þegar fuglarnir lágu á þeim. Þetta, ásamt öðrum samverkandi þáttum, olli því að nýliðun í fuglastofnunm varð lítil. Fljótlega tóku vísindamenn einnig eftir sömu einkennum hjá öðrum fuglategundum, meðal annars hjá förufálkanum og tengdu þeir hruni á þeim stofni við áratuga notkun á DDT og skyldum efnum. Eftir að notkun DDT var hætt hefur stofninn eitthvað rétt úr kútnum.

Talið er að á síðustu öld hafi um tvær milljónir tonna af þessu skaðlega efni farið út í vistkerfið. Um 80% af því er vegna notkunar DDT í landbúnaði. Helmingunartími efnisins er tiltölulega langur eða að minnsta kosti 10 ár. DDT safnast þess vegna fyrir í fæðukeðjunni, sérstaklega hjá langlífum dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni, svo sem meðal ránfugla, rándýra og einnig hjá okkur mönnunum. DDT er fituleysanlegt efni og safnast fyrir í fituvef dýra. Á fræðimáli nefnist þessi uppsöfnun í fæðukeðjunni vistfræðileg mögnun. Helmingunartími niðurbrotsefnanna DDD og DDE er mun lengri en hjá DDT og þessi efni hafa ekki síður slæm áhrif á vistkerfið en DDT.

Áhrif allra þessara efna eru mikil á dýr efst í fæðukeðjunni. Rannsóknir á ísbjörnum á Svalbarða benda til þess að frjósemi þeirra sé minni nú en áður fyrr. Vísindamenn fylgjast einnig grannt með því hvaða áhrif uppsöfnun þessara efna hefur hjá langlífum sjávarspendýrum eins og hvölum. Langtímarannsóknir virðast þó sýna að magn DDT í fituvef hefur farið minnkandi síðan á áttunda áratug síðustu aldar hjá selum, staðbundnum fuglum og nokkrum bolfisktegundum við strendur Austur-Kanada.

Heimildir og myndir...